Mögulegar umferðartafir vegna Hvítasunnuhlaups Hauka

Tilkynningar

Mánudaginn 9.júní, milli kl.10:00 og 13:00 verður Hvítasunnuhlaup Hauka hlaupið á Ásbrautinni og á stígunum við; Ástjörn, Hvaleyrarvatn og Stórhöfða.

Mánudaginn 9.júní, milli kl.10:00 og 13:00 verður Hvítasunnuhlaup Hauka hlaupið á Ásbrautinni og á stígunum við: Ástjörn, Hvaleyrarvatn og Stórhöfða. Hvaleyrarvatnsvegurinn verður opinn, en umferð verður handstýrt til að hlauparar komist yfir hann. Einnig þarf að stýra umferð yfir Ásvallabraut þar sem stígurinn að Hvaleyrarvatni fer yfir brautina.

Stöðvað verður umferð við Ásbraut, Haukatorg og Ásatorg í nokkrar mínútur á meðan hlaupið er ræst.

Hlaupaleiðin

  • Gönguleið frá Haukahúsi að Ástjörn.
  • Gönguleið kringum Ástjörn.
  • Gönguleið sem liggur frá Ástjörn og að Hvaleyrarvatni.
  • Gönguleiðir kringum Hvaleyrarvatn.
Ábendingagátt