Mokum frá sorpgeymslum – 2 daga töf á sorphirðu

Fréttir

Síðustu dagar hafa verið snjóþungir í Hafnarfirði með tilheyrandi áhrifum á færð og sorphirðu innan sveitarfélagsins. Sorphirða er u.þ.b. tveimur dögum á eftir áætlun þessa dagana. Ef aðgengið að tunnunum er ekki greiðfært eru tunnurnar ekki tæmdar fyrr en við næstu losun. 

Síðustu dagar hafa verið snjóþungir í Hafnarfirði með tilheyrandi áhrifum á  færð og sorphirðu innan sveitarfélagsins. Sorphirða er u.þ.b. tveimur dögum á eftir áætlun þessa dagana. 

Íbúar eru hvattir til að moka frá sorpgeymslum sínum til að greiða leið sorphirðufólks að gráu og bláu tunnunum þannig að hægt sé að tryggja að þær séu tæmdar á réttum tíma. Ef aðgengið að tunnunum er ekki greiðfært eru tunnurnar ekki tæmdar fyrr en við næstu losun. 

Fyrirfram takk fyrir skjót viðbrögð!

Upplýsingar um sorphirðu eftir hverfum er að finna HÉR

Ábendingagátt