Mótmæla breytingu

Fréttir

Fjölskylduráð Hafnarfjarðar mótmælir þeirri ákvörðun Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins (HH) að flytja starfsemi heimahjúkrunar í Hafnarfirði frá starfsstöðvum að Sólvangi og Firði til Kópavogs án alls samráðs.

Fjölskylduráð Hafnarfjarðar mótmælir
þeirri ákvörðun Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins (HH) að flytja starfsemi
heimahjúkrunar í Hafnarfirði frá starfsstöðvum að Sólvangi og Firði til
Kópavogs án alls samráðs.

Skilvirk nýting í þágu notenda

Framkvæmdastjórn HH
hefur ákveðið að sameina heimahjúkrun á suðursvæðinu (Kópavog, Garðabæ og
Hafnarfjörð) og er gert ráð fyrir að ný starfsemi hefjist í maí 2016. Er þessi
ákvörðun tekin án alls samráðs við sveitarfélagið. Fjölskylduráð Hafnarfjarðar
óskar eftir rökstuðningi fyrir þessari ákvörðun sem í fljótu bragði virðist
eingöngu fela í sér kostnaðarauka í formi húsaleigu og stjórnunarkostnaðar auk
þess sem boðleiðir lengjast þegar starfstöð heimahjúkrunar færist frá
heilsugæslunni. Í fjárlögum er gert ráð fyrir 100 milljón króna viðbótarfjárveitingu
til heimahjúkrunar og Fjölskylduráð Hafnarfjarðar skorar á ráðherra
heilbrigðismála að tryggja að það fjármagn nýtist til að byggja upp nærþjónustu
í stað þess að auka við yfirbyggingu með því að setja upp nýja starfsstöð með
tilheyrandi kostnaði.

Fjölskylduráð leggur ríka áherslu samþættingu félagslegrar heimaþjónustu og
heimahjúkrunar á forsendum notenda og að sveitarfélagið sé í forgrunni sem
veitandi þjónustu og samræmingaraðili.

Markmið þeirrar vinnu sé skilvirk nýting
fjármuna í þágu notenda.

Ábendingagátt