Mótum saman glæsilega miðstöð frístunda

Fréttir

Áætlað er að reisa nýja íþrótta-, tómstunda- og frístundamiðstöð í Hamranesi. Við leitum að áliti þínu á því hvaða starfsemi þér finnst henta þar best. Með rödd þinni gætir þú haft áhrif á lokaútkomuna. 

Skoðun þín skiptir máli 

Viltu móta nýja íþrótta-, tómstunda- og frístundamiðstöð í Hamranesi? Við biðjum þig að taka þátt í könnun og segja þína skoðun. Það tekur 5-10 mínútur.  

  • Miðstöðin er hugsuð sem öflugur kjarni fjölbreyttrar innanhússstarfsemi. Hver íþróttagrein hefur þar að mestu aðgang að eigin sérhæfðri aðstöðu, en deilir jafnframt sameiginlegum rýmum á borð við búningsklefa, sturtur, fundaraðstöðu, móttöku, veitingarými og fleira.  

Þar sem Hamranesið er í jaðri byggðarinnar býður svæðið upp á einstaka tengingu við fjölbreytt og eftirsóknarverð útivistarsvæði. Það skapar tækifæri fyrir heildstæða þróun bæði innan- og utandyra. 

Hugsanleg staðsetning miðstöðvarinnar í Hamranesi.

En hvers vegna leitum við til þín? Jú, til að miðstöðin verði í samræmi við væntingar samfélagsins viljum við heyra álit íbúa og annarra áhugasamra. Könnunin snýr að því hvaða íþrótta- og tómstundagreinar hver og einn telur mikilvægast að verði til staðar á svæðinu, hvort heldur er innan eða utandyra.  

  • Einnig viljum við heyra hugmyndir íbúa um nauðsynlega aðstöðu, þjónustu og umfang mannvirkja sem gætu nýst Hafnfirðingum sem heimsækja svæðið. 

Þátttaka þín er mikilvæg! — svörin nýtast bæði sem hluti af undirbúningsvinnu starfshópsins sem heldur utan um vinnuna og sem grundvöllur að stefnumótandi ákvörðunum til framtíðar.  

Takið eftir   

  • Könnunin tekur einungis örfáar mínútur  
  • Svörin eru að öllu leyti nafnlaus 
  • Hægt er að svara könnuninni til ágústloka 

Við þökkum þér kærlega fyrir að gefa þér tíma til að taka þátt og móta með okkur framtíðarsvæði í Hamranesi.

Starfshópur um nýja íþrótta-, tómstunda- og frístundamiðstöð í Hamranesi 

 

Uppfært: Fréttin hefur verið uppfærð þar sem of stórt svæði var afmarkað fyrir miðstöðina í þeirri fyrri. Þessi tillaga er á hugmyndastigi þannig að eftir er að fara í allan skipulagsferilinn þar sem íbúar hafa enn betri aðkomu að þessu máli ef af verður.

Ábendingagátt