Munum leiðina – vitundarvakning um heilabilun

Fréttir

Alþjóðlegur dagur Alzheimer er 21. september ár hvert og er dagurinn nýttur til að vekja athygli á heilabilunarsjúkdómnum. Í tengslum við vitundarvakningu Alzheimer samtakanna, Munum leiðina, hefur fjólublár bekkur m.a. verið settur niður á Herjólfsgötu í Hafnarfirði. Á bekkjunum er QR kóði sem hægt er að skanna og styrkja um leið samtökin.

Verum meðvituð og aðstoðum þá sem gleyma við að eiga innihaldsríkt líf

Alþjóðlegur dagur Alzheimer er 21. september ár hvert og er dagurinn nýttur til að vekja athygli á heilabilunarsjúkdómnum. Í tengslum við vitundarvakningu Alzheimer samtakanna, Munum leiðina, hefur fjólublár bekkur m.a. verið settur niður á Herjólfsgötu í Hafnarfirði. Á bekkjunum er QR kóði sem hægt er að skanna og styrkja um leið samtökin. Markmiðið með framkvæmdinni og samstarfi samtakanna og sveitarfélaga er auka vitund um heilabilunarsjúkdóma og ýta undir opinskáa umræðu um heilabilun og áhrif á fólk og aðstandendur þeirra.

 

Fjólublár bekkur við sjávarsíðuna til að ýta undir opinskáa umræðu um heilabilun

Fjólublár er alþjóðlegur litur Alzheimer sjúkdómsins og annarra heilabilunarsjúkdóma. Settir hafa verið niður fjólubláir bekkir á nokkrum stöðum á höfuðborgarsvæðinu; við Herjólfsgötu í Hafnarfirði gengt Sundhöll Hafnarfjarðar, á Kársnesi, við Gróttu, við Reykjavíkurflugvöll og göngubrúnna innst í Fossvogi og við Sjáland. Allir bekkirnir eiga þeir það sameiginlegt að standa við sjávarsíðuna með fallegu útsýni en saman mynda þeir einnig skemmtilega leið í gegnum fimm sveitarfélög á höfuðborgarsvæðinu.

 

Hafnarfjarðarbær er styðjandi sveitarfélag

Hafnarfjarðarbær er styðjandi samfélag og hefur í samstarfi Alzheimersamtökin unnið markvisst að innleiðingu á samfélagi sem er vinveitt, styðjandi og meðvitað um þarfir fólks með heilabilun og aðstandendur þeirra. Alzheimersamtökin eru með starfsemi sína í Lífsgæðasetri St. Jó í Hafnarfirði og taka þar á móti skjólstæðingum og aðstandendum í ráðgjöf og fræðslu. Á vef samtakanna er mikið af fræðsluefni og upplýsingum auk þess sem neðst á vef eru tenglar á Facebook síðu samtakanna, YouTube-síðu og fleira sem veitir aðgang að myndböndum og fræðslu sem hafa verið haldin á vegum samtakanna. Í tilefni dagsins í dag eru Alzheimersamtökin með málþing í Háskóla Íslands sem ber yfirskriftina Tryggjum leiðina. Málþingið hefst kl. 16. 30. Aðgangur ókeypis og allir velkomnir.

 

Vertu heilavinur!

Hafnarfjarðarbær hvetur Hafnfirðinga og alla áhugasama til að gerast heilavinir og fá þannig reglubundið upplýsingar um heilabilun og góð ráð. Allir geta orðið heilavinir með því að fara inn á heimasíðuna www.heilavinur.is og sýna þannig stuðning í verki í sínu nærsamfélagi.

Heilavinabærinn Hafnarfjörður og styðjandi samfélag

 

Eldri fréttir

Heilavinabærinn Hafnarfjörður – af öllu hjarta

Heilavinátta er nokkurs konar skyndihjálp

Formleg afhending 3ju hæðar í Lífsgæðasetri St. Jó

Ábendingagátt