Myndlistarmenn ársins 2021 sýna í Hafnarborg

Fréttir

Libia Castro og Ólafur Ólafson hlutu Myndlistarverðlaun ársins 2021, sem Myndlistarmenn ársins, fyrir verkið Í leit að töfrum: Tillögu að nýrri stjórnarskrá fyrir lýðveldið Ísland.

Laugardaginn 20. mars verður sýningin Töfrafundur – áratug síðar opnuð í Hafnarborg eftir spænsk-íslenska myndlistartvíeykið og handhafa Íslensku myndlistarverðlaunanna 2021, Libiu Castro & Ólaf Ólafsson, ásamt hinum teygjanlega listamanna- og aktívistahóp Töfrateyminu. Nú eru tíu ár liðin síðan listamennirnir héldu síðast einkasýningu í Hafnarborg, þá byggða á stjórnarskránni frá 1944, og eins er áratugur síðan tillagan að nýrri stjórnarskrá fyrir Ísland var samin.

MyndlistarmennArsins2021

Spænsk-íslenska myndlistartvíeykið og handhafar Íslensku myndlistarverðlaunanna 2021, Libia Castro & Ólafur Ólafsson

Þau Libia Castro og Ólafur Ólafsson hlutu Myndlistarverðlaun ársins 2021 fyrir verkið: Í leit að töfrum – tillögu að nýrri stjórnarskrá fyrir lýðveldið Ísland. Sýningin byggir á gjörningi listamannanna og Töfrateymisins, sem fram fór í Listasafni Reykjavíkur, á götum miðborgarinnar, við Stjórnarráðið og Alþingishúsið, 3. október síðastliðinn.

Opnunin stendur yfir frá 12 -17 og munu tónlistaratriði í tengslum við sýninguna vera á dagskrá reglulega yfir daginn. Gestir eru beðnir um að bera grímur og virða fjarlægðarmörk.

Ábendingagátt