Nafn á nýjan leikskóla

Fréttir

Ert þú með hugmynd að nafni fyrir nýjan leikskóla við Bjarkavelli í Hafnarfirði?  Tillögur óskast sendar á netfang bæjarins: hafnarfjordur@hafnarfjordur.is 

Hafnarfjarðarbær leitar í hugmyndabrunn íbúa og annarra áhugasamra að nafni fyrir nýjan leikskóla að Bjarkavöllum í Hafnarfirði. 

Leikskólinn við Bjarkavelli í Hafnarfirði verður fjögurra deilda skóli fyrir um 100 börn. Áætlað er að hafa um 25 börn á deild á aldrinum 2ja-5 ára. Hönnun skólans hófst í ágúst 2014 og lauk þeirri vinnu í janúar 2015. Leikskólinn verður byggður samkvæmt teikningum Sigurlaugar Sigurjónsdóttur.  Byggingaframkvæmdir eru í fullum gangi og er áætlað að skólinn opni þann 4. ágúst n.k. eða þegar allir skólar bæjarins opna eftir sumarfrí. Á Völlunum búa nú hátt í 5000 manns og bætir leikskólinn úr brýnni þörf fyrir leikskólapláss í hverfinu. .

Hugmyndir að nafni á nýja leikskólann óskast sendar á netfangið: hafnarfjordur@hafnarfjordur.is í síðasta lagi þriðjudaginn 1. mars. 

Ert þú með góða hugmynd að nafni?

 

Ábendingagátt