Námskeið fyrir skapandi börn í Nýsköpunarsetrinu

Fréttir

Skapandi börn á aldrinum 9–12 ára fá nú tækifæri til að taka þátt í tilraunaverkefni í Nýsköpunarsetrinu við Lækinn. Námskeið hefst 25. september og kent er einu sinni í viku.

Nýtt tilraunaverkefni í Nýsköpunarsetrinu

Skapandi börn á aldrinum 9–12 ára fá nú tækifæri til að taka þátt í tilraunaverkefni í Nýsköpunarsetrinu við Lækinn. Þau fá að læra að nota skissubókina sína sem leiksvæði fyrir hugmyndaflug, tilraunir og uppgötvanir í nýju námskeiði sem hefst fimmtudaginn 25. september 2025 .

Tækifæri til að læra og gera mistök

Þátttakendur eru leiddir í gegnum fjölbreyttar æfingar þar sem unnið verður með ólíka miðla og aðferðir í skapandi hugsun. Á námskeiðinu verður einnig lögð áhersla á að skapa öruggt rými þar sem börnin fá að prófa sig áfram, gera mistök, uppgötva nýjar leiðir og njóta þess að leika sér með hugmyndir.

Námskeiðið stendur til 5. eða 12. desember (fer eftir hóp og skipulagi). Kennsla fer fram á fimmtudögum kl. 16:00–18:00 í Nýsköpunarsetrinu við Lækinn í Hafnarfirði. Verð fyrir námskeiðið er 18.000 krónur. Öll efni, þar með talið skissubók, eru innifalin í verði.

Gott til að efla skjálfstæða og skapandi tjáningu

Kennarar eru Fannar Már Skarphéðinsson og Linn Janssen, báðir reynslumiklir teiknarar og leiðbeinendur með brennandi áhuga á skapandi vinnu með börnum.

Námskeiðið hentar öllum börnum sem hafa áhuga á listsköpun, hugmyndavinnu og vilja efla sjálfstæða og skapandi tjáningu í gegnum myndir og skissur.

Takmarkað pláss er í boði og nauðsynlegt er að skrá sig fyrirfram. Skráning og nánari upplýsingar fást með því að senda tölvupóst á netfangið:
nyskopunarsetur@hafnarfjordur.is

Vinsamlegast takið fram nafn og aldur barns við skráningu.

Já, þetta er frábært tækifæri til nýsköpunar.

 

Ábendingagátt