Námskeið um lestrarþjálfun

Fréttir

Í gær sóttu rúmlega 40 leik- og grunnskólakennarar í Hafnarfirði námskeiðið K-PALS sem er kennsluaðferð í lestrarþjálfun með jafningjastuðning að leiðarljósi. Námskeiðið fór fram í Hraunvallaskóla.

Í gær sóttu rúmlega 40 leik- og grunnskólakennarar í Hafnarfirði námskeiðið K-PALS sem er kennsluaðferð í lestrarþjálfun með jafningjastuðning að leiðarljósi. Námskeiðið fór fram í Hraunvallaskóla.

Skólaskrifstofan stendur að námskeiðinu í samstarfi við SÍSL verkefnið sem hefur leyfið fyrir notkun og kennslu á PALS á Íslandi. K-PALS og PALS námskeið hafa áður verið haldin fyrir starfsfólk leik- og grunnskóla í Hafnarfirði. Að bjóða hafnfirskum kennurum upp á námskeið í lestrarkennslu og -þjálfun þessi misserin er hluti af áherslum fræðslu- og frístundaþjónustu bæjarins við að styðja við lestrarnám hafnfirskra barna.

K-PALS er ætlað fyrir leikskóla og yngstu bekki í grunnskóla. Einnig er til PALS námskeið sem tekur við af K-PALS og er ætlað nemendum á yngsta stigi og miðstigi grunnskóla (2.-6. bekkur). PALS kennsluaðferðin í lestrarþjálfun er bandarísk aðferð sem hefur verið þýdd á íslensku. PALS er skammstöfun fyrir „Peer assisting learning strategies“ sem á íslensku útleggst sem PÖR AÐ LÆRA SAMAN.

Ábendingagátt