Kynntu þér göngu- og hjólaleiðir, fjölbreytt íþróttastarf eða sundlaugar bæjarins en frítt er í sund fyrir 18 ára og yngri.
Börn og ungmenni hafa aðgang að góðri menntun, frístund og fjölbreyttum tómstundum.
Praktískar upplýsingar um strætó, sorphirðu, götuhreinsanir, umferð, dýrahald og fleira.
Hafnarfjarðarbær reynir að tryggja fjárhagslegt og félagslegt öryggi allra íbúa. Kynntu þér hvaða aðstoð er í boði.
Finndu tengilið farsældar fyrir barnið þitt og úrræðalista skóla og Hafnarfjarðarbæjar.
Þjónustuverið sinnir margvíslegri þjónustu og upplýsingagjöf fyrir íbúa, fyrirtæki og ferðamenn í Hafnarfirði.
Í Hafnarfirði er menningarhúsið Bæjarbíó, ýmis söfn og reglulegir viðburðir á dagskrá.
Hægt er að gista á hótelum, gistiheimilum eða fjölskylduvænu tjaldsvæði.
Í Hafnarfirði eru margir möguleikar til að létta lundina með útivist og hreyfingu.
Skoðaðu hvaða spennandi viðburðir eru fram undan eða skráðu nýjan.
Hlæðu með álfum og víkingum í menningu bæjarins.
Frá hugmynd að húsi. Allar upplýsingar sem tengjast því að byggja mannvirki.
Skoðaðu teikningar af húsum, lausar lóðir, vatns- eða hitafráveitur, staðsetningar grenndargáma, bekkja, leikvalla og margt fleira.
Upplýsingar um allar lóðir sem eru lausar til úthlutunar.
Kynntu þér hvaða skipulagsmál eru á döfinni í bænum.
Leitaðu eftir starfsfólki eða starfi hjá bænum.
Bæjarstjórn Hafnarfjarðar er skipuð 11 bæjarfulltrúum. Bæjarstjórnarfundir eru öllum opnir og sendir út í beinni útsendingu.
Skoðaðu fundargerðir allra ráða og nefnda bæjarins.
Skoðaðu opið bókhald bæjarins, húsnæðisstefnu og gögn um vefinn á einfaldan og myndrænan máta.
Hér má finna gjaldskrár bæjarins fyrir margs konar þjónustur sem boðið er upp á.
Kynntu þér stjórnskipulag Hafnarfjarðar, ráð og nefndir málaflokka og stefnur þeirra.
Vertu með á nótunum og fylgstu með fréttum, tilkynningum og auglýsingum um starfsemi bæjarins.
Verk listamannanna Arngunnar Ýrar og Péturs Thomsen varpa ljósi á rask í náttúrunni. Þau eiga hvort sína sýninguna í Hafnarborg þessa dagana. Aðgangur að Hafnarborg er ókeypis og yndislegt að kíkja þar við og njóta listar. Opið alla daga utan þriðjudaga.
„Það hreyfir við manni að sjá hvernig listamaðurinn varpar ljósi á náttúruna,“ segir Aldís Arnardóttir, safnstjóri Hafnarborgar, og horfir á verk Péturs Thomsen listamanns sem eru til sýnins í safninu til 16. febrúar. Ljósmyndir sem við fyrstu sýn leikmanns virðast í þrívídd.
„Já, ég hef séð fólk leggja kinnarnar við vegginn til að sjá hvort svo sé,“ segir Aldís og brosir að fullyrðingum leikmannsins sem nú hleypur um safnið og dáist að verkunum áður en þessi texti er skrifaður.
„Myndirnar tala til manns,“ segir hún. „Pétur sýnir okkur hvernig ljósmynd getur verið annað og meira en við höfum flest hugmyndir um. Myndirnar hafa mikið aðdráttarafl og hreyfa við manni.“
Auk sýningar Péturs, Landnám, stendur nú yfir í safninu sýning Arngunnar Ýrar sem kallast Kahalii. Þær kallast á við myndir Péturs, enda fjalla þær báðar um jarðrask, breytingar á landslagi, þótt með ólíkum hætti sé. Hann myndar. Hún málar.
Í lýsingu á sýningu Péturs segir að athafnir mannkyns undanfarnar aldir hafi breytt heiminum svo mjög að talað sé um nýtt jarðsögulegt tímabil: mannöldina (e. Anthropocene). Hann hafi unnið að sýningunni í nokkur ár en sýnir verkin nú í fyrsta sinn sem heild á einkasýningu.
Pétur Thomsen er fæddur 1973 og lauk MFA-prófi í ljósmyndun frá École nationale supérieure de la photographie í Arles, Frakklandi, árið 2004. Áður stundaði hann nám í frönsku, listasögu og fornleifafræði við Université Paul Valéry í Montpellier og listljósmyndun við École supérieure des métiers artistiques í sömu borg. Pétur hefur hlotið ýmis verðlaun og viðurkenningar en árið 2004 hlaut hann til að mynda verðlaun LVMH-samsteypunnar sem þá voru veitt ungum listamanni í 10. sinn. Hann var svo útnefndur af Musée de L’Élysée í Lausanne sem einn af 50 ljósmyndurum sem líklegir væru til að setja mark sitt á ljósmyndasögu framtíðarinnar í verkefninu reGeneration: 50 Photographers of Tomorrow. Pétur býr og starfar í Sólheimum í Grímsnesi.
Málverk Arngunnar Ýrar til vinstri og ljósmynd Péturs Thomsen til hægri. Verkin eru hluti af sýningu þeirra í Hafnarborg.
Landnýting á striga
Arngunnur Ýr sýnir ný og nýleg málverk og beinir sjónum sínum að eigin landnámi á Hawaii, auk þess að leiða hugann að samspili umhverfis, sögu og landnýtingar.
„Listakonan byggir verkin á mótífum af gróðri sem einkennir svæðið og veltir fyrir sér eigin forréttindastöðu sem aðkomumaður, þar sem hún fær að njóta lands sem er mörgum utan seilingar. Þá fanga verkin einnig þá togstreitu sem myndast þegar nær ósnortin náttúra umbreytist í nýja byggð,“ segir í lýsingu sýningarinnar.
Arngunnur Ýr er fædd 1962 og útskrifaðist með BFA-gráðu í málaralist frá San Francisco Art Institute árið 1986. Hún var síðar gestanemi við Gerrit Rietveld-akademíuna í Amsterdam, Hollandi, 1989 til 1990 en sneri aftur til Kaliforníu og lauk meistaragráðu í málaralist frá Mills-háskólanum í Oakland árið 1992. Hún hefur hlotið ýmis verðlaun og viðurkenningar fyrir verk sín, svo sem úr sjóði Svavars Guðnasonar og Ástu Eiríksdóttur og árið 2005 hlaut hún styrk frá Pollock-Krasner Foundation. Verk hennar hafa verið sýnd hér á landi, í Evrópu og Bandaríkjunum og eru verk eftir hana ýmist í eigu opinberra safna, stofnana og einkasafnara, bæði hér á landi sem erlendis. Arngunnur býr í Kaliforníu og á Íslandi.
Hafnarborg er opin alla daga nema þriðjudaga. Aðgangur að safninu er ókeypis. Þetta er því tækifæri sem vert er að grípa og njóta.
Mánudagur 12–17 Þriðjudagur lokað Miðvikudagur 12–17 Fimmtudagur 12–17 Föstudagur 12–17 Laugardagur 12–17 Sunnudagur 12–17
Sundlaugamenning Íslands hefur verið formlega skráð sem óáþreifanlegur menningararfur mannkyns hjá UNESCO.
Fimmta Jólaþorpshelgin verður hlaðin kræsingum og gleði. Fjöldi skemmtiatriða og svo margt sem má upplifa í firðinum okkar fagra.
Tvöföld Reykjanesbraut milli Krýsuvíkurvegar og Hvassahrauns opnaði formlega síðdegis í gær. Bæjarstjóri Hafnarfjarðarbæjar fagnaði því í Haukaheimilinu um leið og…
Tólf starfsmenn hlutu 25 ára starfsaldursviðurkenningu í gærdag. Samanlagður starfsaldur þessa flotta hóps er 300 ár. Aðeins konur prýddu fagran…
„Til hamingju með 25 ára afmælið,“ sagði Valdimar Víðisson bæjarstjóri þegar hann flutti ávarp á fræðsludegi og afmælisfögnuðu PMTO hugmyndafræðinnar…
All verk ehf. byggir búsetuskjarna með sólarhringsþjónustu við Smyrlahraun 41A. Húsnæðið verður tilbúið um mitt ár 2027.
Nú skína jólaljósin skært. Jólabærinn Hafnarfjörður hvetur Hafnfirðinga og vini Hafnarfjarðar til þess að senda ábendingu um þau hús, þær…
Allt er að smella hjá Mæðrastyrksnefnd Hafnarfjarðar sem úthlutar á morgun mat og gjöfum til um 300 hafnfirskra einstæðinga og…
Sóli Hólm hefur aldrei sýnt oftar í Bæjarbíói en fyrir þessi jól. Alls 41 sýning og sú síðasta á Þorláksmessu.…
„Hafnarfjarðarkortið er lykillinn að Hafnarfirði,“ segir Þóra Hrund Guðbrandsdóttir, framkvæmdastjóri Markaðsstofu Hafnarfjarðar um þetta glænýja hafnfirska gjafa- og inneignarkort „Þetta…