Nemandi í 9. bekk í Lækjarskóla gefur út bók

Fréttir

Nemandi í 9. bekk í Lækjarskóla, Smári Hannesson, gaf á dögunum út bókina Afinn sem æfir fimleika. Þessi ungi og efnilegi drengur skrifaði söguna þegar hann var ellefu ára gamall en bókin fjallar um Tómas sem fylgir afa sínum á fimleikamót og lendir þar í skemmtilegum ævintýrum.

Smári Hannesson gefur út bókina Afinn sem æfir fimleika

253775128_4782493985135608_5886944496343497573_n-1-

Nemandi í 9. bekk í Lækjarskóla, Smári Hannesson, gaf út bókina Afinn sem æfir fimleika á dögunum. Þessi ungi og efnilegi drengur skrifaði söguna þegar hann var ellefu ára gamall en bókin fjallar um Tómas sem fylgir afa sínum á fimleikamót og lendir þar í skemmtilegum ævintýrum. Fyrir jólafrí grunnskólanna mætti Smári í heimsókn á m.a. bókasafn Lækjarskóla og las upp úr skáldsögunni sinni fyrir nemendur í 5. – 7. bekk við góðar undirtektir. 

Hannj0261

Um bókina segir…

Barnabókin Afinn sem æfir fimleika er eftir ungan og upprennandi hafnfirskan rithöfund, Smára Hannesson. Bókina skrifaði hann þegar hann var 11 ára gamall, með það í huga að skrifa spennandi bók sem hann hefði sjálfur viljað lesa á þeim aldri. Smári er ungur höfundur með óbeislað ímyndunarafl, óseðjandi forvitni og bullandi skopskyn og fær hugarheimur barnsins að njóta sín í máli og myndum í bókinni. Bókin fjallar um hann Tómas sem fylgir afa sínum eftir á fimleikamót í Ástralíu og lendir í æsispennandi og stórhættulegum ævintýrum. Börn sem hafa lesið bókina gefa henni góða dóma og segjast þau tengja vel við skrif höfundarins unga. Auk þess að skrifa söguna og myndskreyta, þá gefur Smári einnig út bókina. Bókin er 74 blaðsíður af spennu og ævintýrum og ætluð börnum á aldrinum 5-12 ára.

Vel gert Smári! 

Ábendingagátt