Nemendaráð í grunnskólum hittast, fræðast og skipuleggja

Fréttir

Árlega er haldin sameiginleg nemendafræðsla fyrir öll nemendaráð í grunnskólum Hafnarfjarðar sem eru með unglingadeild. Slík fræðsla var haldin nú í upphafi vikunnar þar sem hóparnir komu saman og lærðu um jákvæð samskipti, hlutverk nemendaráða, hvernig á að framkvæma þær hugmyndir sem koma, áhrifamátt ungmenna ásamt því að fara í leiki og skipuleggja eigin viðburði á staðnum. 

Árlega er haldin sameiginleg nemendafræðsla fyrir öll nemendaráð í grunnskólum Hafnarfjarðar sem eru með unglingadeild. Slík fræðsla var haldin nú í upphafi vikunnar þar sem hóparnir komu saman og lærðu um jákvæð samskipti, hlutverk nemendaráða, hvernig á að framkvæma þær hugmyndir sem koma, áhrifamátt ungmenna ásamt því að fara í leiki og skipuleggja eigin viðburði á staðnum. Fræðslan fór fram í Sjónarhóli í Kaplakrika. 

Nem17

Jólaball, kúrekaball, hekkjavökuball, draugahús og margt fleira 

Fræðslan, sem m.a. tók á jákvæðum samskiptum, skipulagningu og framkvæmd hugmyndar, hlutverki ráða, virkri þátttöku í félagsstarfi og mikilvægi hver og eins, gekk í alla staði mjög vel. Nemendur voru til fyrirmyndar og virkilega áhugasöm og starfsfólkið frábært. Í lok fræðslu átti hópurinn að koma með hugmyndir að viðburðum þar sem þau þurftu að setja niður á blað upplýsingar um viðburð, kostnaðaráætlun, fjármögnun og framkvæmd. Nemendaráðin stóðu sig með prýði og undirbjuggu komandi viðburði í skólanum eins og t.d. jólaball, „sleep over“, kúrekaball, hrekkjavökuball og draugahús. Einnig bættust við nýjir spennandi viðburðir sem verða vonandi að veruleika eins og brekkusöngur Hraunvallaskóla og Öldó-tívolí.

Ábendingagátt