Nemendur efla gagnrýna hugsun í Hvaleyrarskóla

Fréttir

30 nemendum unglingadeildar Hvaleyrarskóla taka þátt í erlendu samstarfi með stuðningi Norrænu ráðherranefndarinnar til að efla gagnrýna hugsun og þannig draga úr samskiptakvíða eftir COVID. Þeir vinna með eistneskum nemendum, fara út og fá þá í heimsókn.

Samskipti sem efla ungmennin okkar

30 nemendum unglingadeildar Hvaleyrarskóla taka þátt í valáfanga í erlendu samstarfi við skóla í Tartu Raatuse Kool í Eistlandi. Þema verkefnisins er að efla gagnrýna hugsun til að draga úr samskiptakvíða eftir COVID. Verkefnið er fjármagnað af Norrænu ráðherranefndinni (Nordplus). Stefnt er á að nemendurnir fari til Eistlands í mars á næsta ári og að eistneskir nemendur komi svo í heimsókn í Hvaleyrarskóla í maí.

„Í byrjun áfangans tóku nemendur skoðanakönnun um traust þeirra á stafrænni miðlun, samfélagsmiðlum, almennt um fréttir og skoðun þeirra á tæknivæddri veröld,“ segir Margrét Össurardóttir, kennari í 10. bekk Hvaleyrarskóla. „Rýnt verður á auglýsingamarkaðinn, áhrifavalda svokallaða og spurt hvort þeir hafi áhrif? Áherslan er að nemendur geti bjargað sér á ensku, læri að bera virðingu fyrir skoðunum annarra og efla samvinnu.“

Horfa til COVID-tímabilsins

Nemendurnir munu horfa í það að í COVID urðu heilbrigðiskerfi víða um heim undir miklu álagi. Margir læknar og hjúkrunarfræðingar upplifðu mikla streitu og kulnun. Mörg fyrirtæki lokuðu eða minnkuðu starfsemi sinni sem leiddi til atvinnuleysis og efnahagslegar óvissu. Ríkisstjórnir um allan heim þurftu að setja á laggirnar efnahagslegar aðgerðir til að styðja við fyrirtæki og einstaklinga. Fólk þurfti að halda sig heima, sem leiddi til félagslegrar einangrunar. Þetta hafði neikvæð áhrif á andlega heilsu margra.

Einnig taka þau fyrir að fjarnám og fjarvinna hafi orðið algengari, sem breytti því hvernig fólk starfar og lærir. Það hafi leitt til aukinnar notkunar á tækni og stafrænum lausnum. Fólk hafi orðið meira meðvitað um heilsu sína og hreinlætisvenjur.

„Fólk hefur orðið meðvitaðra um tengslin milli mataræðis og andlegrar heilsu. Mataræði sem styður við andlega vellíðan og á tímum COVID-19 hefur mataræði tekið miklum breytingum, bæði í matvöruöryggi og matarvenjum,“ segir Margrét.

Skilningur á upplýsingunum

Í verkefninu, sem nefnist POCO-COMMA, verða fjórar sameiginlegar vinnustofur. Markmiðið er að þær skili sér í skilningi  á heimi þar sem fólk er umvafið upplýsingum og þurfi að sýna gagnrýnin hugsun til að greina á milli áreiðanlegra og óáreiðanlegra heimilda.

„Hún hjálpar okkur að taka upplýstar ákvarðanir, þar sem við metum kosti og galla, og hugsum út í afleiðingar. Gagnrýnin hugsun eykur hæfileikann til að rökstyðja mál og koma með sterkari rök, sem er mikilvægt í umræðum og samræðum,“ segir Margrét.

Umsjónakennarar unglingadeilda Hvaleyrarskóla skólans munu leiða verkefnið.

 

Ábendingagátt