Nemendur í HÍ heimsækja Hafnarfjörð

Fréttir

Hefð hefur skapast fyrir því að nemendur í hagnýtri menningarmiðlun í Háskóla Íslands komi í heimsókn til Hafnarfjarðar. Fjórða árið í röð tóku forstöðumenn menningarstofnana, verkefnastjóri menningar- og ferðamála og sviðsstjóri þjónustu- og þróunarsviðs vel á móti hópnum með kynningu á menningarstarfi sveitarfélagsins í margþættu tilliti.

Kynning á menningarstarfi sveitarfélagsins

Hefð hefur skapast fyrir því að nemendur í hagnýtri menningarmiðlun í Háskóla Íslands komi í heimsókn til Hafnarfjarðar. Fjórða árið í röð tóku forstöðumenn menningarstofnana, verkefnastjóri menningar- og ferðamála og sviðsstjóri þjónustu- og þróunarsviðs vel á móti hópnum með kynningu á menningarstarfi sveitarfélagsins í margþættu tilliti. Það má með sanni segja að menning sé mögnuð, margbreytileg og samfélagslega mikilvæg. Þannig leggja söfnin í Hafnarfirði áherslu á þróun og nýsköpun í starfsemi sinni og miðlun til að svara betur þörfum samfélagsins hverju sinni.

Miðlun í flóru menningar

Hagnýt menningarmiðlun er nám á meistarastigi við Háskóla Íslands sem undirbýr nemendur sem vilja vinna við miðlun af einhverju tagi fyrir störf á þessu sviði. Námið byggist á þverfaglegri nálgun og er markmiðið að nemendur öðlist reynslu sem geri þeim fært að starfa á ólíkum sviðum menningarmiðlunar, bæði sjálfstætt og í samstarfi við aðra. Forstöðumenn Hafnarborgar, Bókasafns Hafnarfjarðar og Byggðasafns Hafnarfjarðar fræddu nemendur um söfn sín og safnkosti, ólíkar samverkandi leiðir til miðlunar og þá þróun sem er að eiga sér stað og skilar sér beint inn í starfsemi safnanna. Rík áhersla er lögð á að ná til sem flestra aldurshópa, helst allra, og bjóða upp á viðburði og sýningar sem höfða til ólíkra hópa.

Takk fyrir komuna nemendur!

 

Ábendingagátt