Nemendur perla af krafti

Fréttir

Í Áslandsskóla var öskudagur nýttur í gott málefni. Nemendur og kennarar unglingadeildar ákváðu að nýta daginn í að leggja verkefninu Perlað af krafti lið. Afraksturinn voru 392 armbönd. 

Öskudagur nýttur í gott málefni

Nemendur og kennarar í unglingadeild Áslandsskóla ákváðu að nýta öskudag til að leggja verkefninu Perlað af krafti lið.  Verkefnið er ein helsta fjáröflunarleið Krafts stuðningsfélag þeirra sem greinst hafa með krabbamein og aðstandendur þeirra. Ein helsta fjáröflunarleið Krafts er sala á perluarmböndum með áletruninni „Lífið er núna“. Armböndin eru eingöngu framleidd af sjálfboðaliðum sem leggja félaginu lið með því að bjóða fram krafta sína.

PerladKrafturAsland2PerladKrafturAsland1

Afraksturinn voru 392 armbönd

Þátttakendur verkefnis í Áslandsskóla perluðu alls 392 armbönd sem eiga að skila 980.000.- kr í sölu til Krafts. Einnig söfnuðust 287.500 kr. fyrir félagið með kaupum á ýmsum varningi.

Ábendingagátt