Net- og símasamband komið í lag

Fréttir

Mikil truflun varð á netsambandi og þar með á símasambandi á öllum starfsstöðvum Hafnarfjarðarbæjar í dag og að hluta til í gær með tilheyrandi óþægindum. Netsambandið er nú komið í eðlilegt horf.

Mikil truflun varð á netsambandi og þar með á símasambandi á
öllum starfsstöðvum Hafnarfjarðarbæjar í dag og að hluta til í gær með tilheyrandi
óþægindum. Netsambandið er nú komið í eðlilegt horf. 

Miðað við fyrstu
greiningargögn er að öllum líkindum um að ræða utanaðkomandi árás á netkerfi
bæjarins sem olli því að eðlileg netumferð, eins og tengingar við
hýsingaraðila, símkerfi og raun öll netnotkun, varð undir í yfirflóði gagna. Slíkar árásir eru nokkuð algengar en hafa til
þessa haft lítil sem engin áhrif á nettengingar sveitarfélagsins. Hér er um að
ræða fyrstu vísbendingar um orsök truflana. Greiningarvinna mun halda áfram og
viðeigandi ráðstafanir vera gerðar til að draga úr líkum á því að slíkar
truflanir gerist aftur þó aldrei sé hægt að koma alveg í veg fyrir svona
árásir.

Við þökkum íbúum og öllum þeim sem reyndu að hafa samband
við okkur í dag fyrir sýndan skilning.

Ábendingagátt