Niðurstöður úttektar Capacent á Hafnarfjarðarhöfn

Fréttir

Bæjarstjórn samþykkti á fundi sínum þann 4. mars síðastliðinn að láta gera úttekt á stjórnsýslu, fjármálum og rekstri Hafnarfjarðarhafnar síðastliðin tíu ár. Niðurstöður úttektarinnar voru kynntar bæjarfulltrúum og hafnarstjórn í dag.

Bæjarstjórn samþykkti á fundi sínum þann 4. mars síðastliðinn að láta gera úttekt á stjórnsýslu, fjármálum og rekstri Hafnarfjarðarhafnar síðastliðin tíu ár. Niðurstöður úttektarinnar voru kynntar bæjarfulltrúum og hafnarstjórn í dag.

Helstu niðurstöður úttektarinnar eru að um leið og skuldastaða hefur batnað hefur rekstrarkostnaður aukist. Þessi þróun hefur orðið þrátt fyrir að tekjur á tímabilinu hafi staðið í stað sem skýrist einkum af því að skipakomum hefur fækkað en á sama tíma hefur launakostnaður hækkað stöðugt.

Á árinu 2006 voru 524 skipakomur til Hafnarfjarðarhafnar en árið 2014 voru þær aðeins 360. Þrátt fyrir virkt markaðsstarf hefur Hafnarfjarðarhöfn ekki náð að viðhalda markaðshlutdeild sinni á Íslandi.

Árið 2005 var markaðshlutdeild Hafnarfjarðarhafnar 7,8%, en 5,4% árið 2013.  Samhliða þessu hefur framlegð hafnarinnar minnkað.  Aukin verðmæti sjávarafla á seinni hluta tímabilsins hefur vegið upp á móti tekjumissi vegna fækkunar skipa.

Úttektin leiðir í ljós að mörg tækifæri eru til umbóta í rekstri og stjórnsýslu Hafnarfjarðarhafnar sem skilað geta skjótum árangri.

Á næstu vikum verða kynntar tillögur til umbóta sem byggja á niðurstöðum úttektarinnar.

 

Ábendingagátt