Níu viðurkenningar fyrir 225 ár í starfi

Fréttir

Starfsaldursviðurkenningar til starfsfólks Hafnarfjarðarbæjar voru veittar við hátíðlega athöfn í Hafnarborg í 16. maí. Níu einstaklingar sem hafa starfað hjá bænum í 25 ár fengu viðurkenningu fyrir faglegt framlag og störf í þágu bæjarins.

Starfsaldursviðurkenningar til starfsfólks Hafnarfjarðarbæjar voru veittar við hátíðlega athöfn í Hafnarborg í 16. maí. Níu einstaklingar sem hafa starfað hjá bænum í 25 ár fengu viðurkenningu fyrir faglegt framlag og störf í þágu bæjarins.

Einu sinni á ári efnir bæjarstjóri til kaffisamsætis fyrir þá starfsmenn sem náð hafa 25 ára samfelldum starfsaldri. Við athöfnina þakkaði bæjarstjóri starfsfólkinu fyrir vel unnin störf fyrir hönd íbúa, samstarfsfólks og bæjarstjórnar Hafnarfjarðar. Í gær voru veittar viðurkenningar til níu starfsmanna sem samanlagt hafa starfað hjá Hafnarfjarðarbæ í 225 ár.

Þetta er fjórða árið í röð sem Hafnarfjarðarbær veitir starfsfólki viðurkenningu þegar það hefur náð 15 ára og 25 ára starfsaldri. Miðað er við samfelldan árafjölda sem starfsmaður hefur verið við störf hjá bænum. Á 15 ára starfsafmæli efnir deild eða stofnun til kaffisamsætis fyrir viðkomandi starfsmenn og sem þakklætisvott fær starfsmaður bók, handverk eða listmun að gjöf auk blóma. Einu sinni á ári, að vori til, efnir bæjarstjóri svo til sameiginlegs kaffisamsætis fyrir þá sem hafa náð 25 ára starfsaldri og afhendir viðurkenningar og 50.000 kr. gjafabréf.

Á myndinni má sjá starfsfólkið sem hlaut viðurkenningu að þessu sinni ásamt Guðrúnu Þorsteinsdóttur mannauðsstjóra og Rósu Guðbjartsdóttur bæjarstjóra:

  • Björn Pétursson – Byggðasafn
  • Sigrún Kristinsdóttir – leikskólinn Hraunvallaskóli
  • Ásta María Björnsdóttir – Leikskólinn Hvammur
  • Hálfdán Karl Þórðarson – Umhverfis- og skipulagsþjónusta
  • Hrönn Gísladóttir – Hvaleyrarskóli
  • Drífa Heiðarsdóttir – Öldutúnsskóli
  • Hrefna Guðmundsdóttir – Öldutúnsskóli
  • Maria Jocelyn Bolon – leikskólinn Hlíðarendi
  • Guðmunda Hulda Eyjólfsdóttir – Leikskólinn Hlíðarendi – vantar á myndina
Ábendingagátt