Norðurberg gerir góðverk sem gefur og gleður

Fréttir

Frá árinu 2016 hefur starfsfólk á leikskólanum Norðurbergi lagt góðu málefni lið í stað þess að gefa hvort öðru jólagjöf á árlegri jólagleði starfsfólks. Í ár varð barnastarf Kvennaathvarfsins í Reykjavík fyrir valinu og kom fulltrúi þeirra eða fulltrúi barnanna, Bergdís Ír félagsráðgjafi, í heimsókn á leikskólann í gær og tók við ávísun að upphæð 72.500.- kr. Öll félögin sem hafa fengið gjöfina til þessa eiga það sammerkt að vera verndarar barna. 

Félögin eiga það sammerkt að vera verndarar barna 

Frá árinu 2016 hefur starfsfólk á leikskólanum Norðurbergi lagt góðu málefni lið í stað þess að gefa hvort öðru jólagjöf á árlegri jólagleði starfsfólks. Í ár varð barnastarf Kvennaathvarfsins í Reykjavík fyrir valinu og kom fulltrúi þeirra eða fulltrúi barnanna, Bergdís Ír félagsráðgjafi, í heimsókn á leikskólann í gær og tók við ávísun að upphæð 72.500.- kr. Öll félögin sem tekið hafa á móti framlaginu eiga það sammerkt að vera verndarar barna. 

IMG_1497Fulltrúi frá barnastarfi Kvennaathvarfsins tók á móti gjöfinni við varðeld og fallegan söng í gær. 

Varðeldur, söngur og gleði í hjarta 

Starfsfólk og nemendur áttu saman yndislega og fallega stund við eldstæði leikskólans sem staðsett er í garðinum hjá elstu nemendum leikskólans. Þar var notið með varðeldi og söng í fallegu veðri um leið og góðverk aðventunnar 2021 var afhent.

Starfsfólk hefur glatt þessi félög á aðventunni  síðustu ár:

 

  • 2016 Einstök börn
  • 2017 Umhyggja – Félag langveikra barna
  • 2018 Neistinn – Neistinn –styrktarfélag hjartveikrabarna
  • 2019 Dropinn – styrktarfélag barna með sykursýki
  • 2020 Bjarkarhlíð

 

Dósasjóður í verkefni gegn hungri í Sómalíu

Til viðbótar við þetta framlag starfsfólks leikskólans þá fer allur dósapeningur leikskólans í barnastarf Rauða Krossins og hefur gert um árabil. Í ár fer þessi peningur beint í verkefni tengt átaki gegn hungri í Sómalíu. Foreldrar og forsjáraðilar barna við leikskólann hafa tekið virkan  þátt í þessu verkefni með skólanum. Fulltrúi frá Rauða krossinum kemur árlega á Þorláksmessu og tekur við framlaginu. 

Vel gert skólasamfélag Norðurbergs! 

Ábendingagátt