Norðurhella 3 – lóð fyrir starfsemi í léttum iðnaði

Fréttir

Hafnarfjarðarbær óskar eftir tilboðum í atvinnulóðina Norðurhella 3 á athafnasvæði sem ætlað er fyrir atvinnustarfsemi í léttum iðnaði s.s. þjónustustarfsemi, hreinleg verkstæði, skrifstofur og umboðs- og heildverslanir. Tilboð í lóð ásamt öllum fylgigögnum þurfa að berast fyrir kl. 11 föstudaginn 27. október.

Lóð fyrir atvinnustarfsemi í léttum iðnaði

Hafnarfjarðarbær óskar eftir tilboðum í atvinnulóðina Norðurhella 3. Lóðin er 2.283,2 fermetrar að stærð og gert er ráð fyrir byggingu á tveimur hæðum, alls 822 fermetrum. Byggingarreitur er 416 fermetrar með að hámarki 32 bílastæðum á lóð. Norðurhella 3 er innan skipulagssvæðis Selhraun suður á athafnasvæði sem ætlað er fyrir atvinnustarfsemi í léttum iðnaði s.s. þjónustustarfsemi, hreinleg verkstæði, skrifstofur og umboðs- og heildverslanir.

Tilboðsfrestur er fyrir kl. 11 föstudaginn 27. október

Tilboð í lóð ásamt öllum fylgigögnum þurfa að berast fyrir kl. 11 föstudaginn 27. október. Sama dag á sama tíma verða tilboðin opnuð í bæjarráðssal í Ráðhúsi Hafnarfjarðar. Búið er að marka lágmarksverð í lóðina sem er kr. 28.492.164.- Tilboð undir lágmarksverði teljast ógild. Sótt er um lóðina á Mínum síðum

Ítarlegar upplýsingar um Norðurhellu 3 

Ábendingagátt