Norðurljósasýning í Hafnarfirði

Fréttir

Norðurljósin hafa glatt okkur mikið síðustu daga og lofar norðurljósaspá kvöldsins mjög góðu. Við nýtum tækifærið og höfum ákveðið að slökkva götulýsingu í hverfum vestan Reykjanesbrautar/Fjarðarhrauns milli frá kl. 22-23.

Það stefnir allt í
mikil og falleg norðurljós í kvöld og hefur Hafnarfjarðarbær ákveðið svara ákalli
íbúa og slökkva á götulýsingu á völdum stöðum. Vonumst er til þess að íbúar
Hafnarfjarðar og aðrir gestir og gangandi geti notið þeirrar fallegu norðurljósasýningar
sem er í kortum kvöldsins.

Norðurljósin hafa glatt okkur mikið síðustu daga og lofar
norðurljósaspá kvöldsins mjög góðu. Við nýtum tækifærið og höfum ákveðið að
slökkva götulýsingu í hverfum vestan Reykjanesbrautar/Fjarðarhrauns milli frá kl.
22-23. Þannig verður engin götulýsing í Norðurbæ, Suðurbæ, Vesturbæ, Hraunum, miðbæ, á
hafnarsvæði og holti önnur en lýsing á Reykjanesbraut, Strandgötu og
Reykjavíkurvegi.

Notum þetta einstaka tækifæri til að njóta einstakrar
ljósasýningar með fjölskyldunni. Við krossum fingur og vonum að virknin verði
góð þessa klukkustund sem götulýsingin verður tekin af. Hvetjum íbúa til að
taka þátt og slökkva samhliða ljósin heima hjá sér þannig að ná megi sem mestri
myrkvun og að ljósmengun verði sem minnst. 
Hvetjum íbúa líka til að fara sérstaklega varlega í umferðinni og sýna
tillitsemi þessa klukkustund.

Lögreglan í Hafnarfirði, slökkvilið, HS veitur og Strætó hafa verið
upplýst um málið.

Njótum norðurljósanna
í Hafnarfirði í kvöld!

Ljósmynd: Ragnar Th. Sigurðsson 

Ábendingagátt