Kynntu þér göngu- og hjólaleiðir, fjölbreytt íþróttastarf eða sundlaugar bæjarins en frítt er í sund fyrir 18 ára og yngri.
Börn og ungmenni hafa aðgang að góðri menntun, frístund og fjölbreyttum tómstundum.
Praktískar upplýsingar um strætó, sorphirðu, götuhreinsanir, umferð, dýrahald og fleira.
Hafnarfjarðarbær reynir að tryggja fjárhagslegt og félagslegt öryggi allra íbúa. Kynntu þér hvaða aðstoð er í boði.
Finndu tengilið farsældar fyrir barnið þitt og úrræðalista skóla og Hafnarfjarðarbæjar.
Þjónustuverið sinnir margvíslegri þjónustu og upplýsingagjöf fyrir íbúa, fyrirtæki og ferðamenn í Hafnarfirði.
Í Hafnarfirði er menningarhúsið Bæjarbíó, ýmis söfn og reglulegir viðburðir á dagskrá.
Hægt er að gista á hótelum, gistiheimilum eða fjölskylduvænu tjaldsvæði.
Í Hafnarfirði eru margir möguleikar til að létta lundina með útivist og hreyfingu.
Skoðaðu hvaða spennandi viðburðir eru fram undan eða skráðu nýjan.
Hlæðu með álfum og víkingum í menningu bæjarins.
Frá hugmynd að húsi. Allar upplýsingar sem tengjast því að byggja mannvirki.
Skoðaðu teikningar af húsum, lausar lóðir, vatns- eða hitafráveitur, staðsetningar grenndargáma, bekkja, leikvalla og margt fleira.
Upplýsingar um allar lóðir sem eru lausar til úthlutunar.
Kynntu þér hvaða skipulagsmál eru á döfinni í bænum.
Leitaðu eftir starfsfólki eða starfi hjá bænum.
Bæjarstjórn Hafnarfjarðar er skipuð 11 bæjarfulltrúum. Bæjarstjórnarfundir eru öllum opnir og sendir út í beinni útsendingu.
Skoðaðu fundargerðir allra ráða og nefnda bæjarins.
Skoðaðu opið bókhald bæjarins, húsnæðisstefnu og gögn um vefinn á einfaldan og myndrænan máta.
Hér má finna gjaldskrár bæjarins fyrir margs konar þjónustur sem boðið er upp á.
Kynntu þér stjórnskipulag Hafnarfjarðar, ráð og nefndir málaflokka og stefnur þeirra.
Vertu með á nótunum og fylgstu með fréttum, tilkynningum og auglýsingum um starfsemi bæjarins.
Aldís Arnardóttir, forstöðumaður Hafnarborgar, menningar- og listamiðstöðvar Hafnarfjarðar, segir að vel sé tekið á móti gestum á aðventunni í safninu. Þar eru í boði sýningar, tónleikar og jóladagatal fyrir fjölskyldur.
Aldís Arnardóttir, forstöðumaður Hafnarborgar, menningar- og listamiðstöðvar Hafnarfjarðar , segir að vel sé tekið á móti gestum á aðventunni í safninu. Þar eru í boði sýningar, tónleikar og jóladagatal fyrir fjölskyldur.
Aldís bendir á að jóladagatal Sjónvarpsins, Hvar er Völundur?, frá árinu 1996 verði sýnt í endurtekningu alla daga, nema þriðjudaga, milli kl. 16 og 17. „Í aðalsal safnsins erum við með yfirlitssýningu á verkum Þorvaldar heitins Þorsteinssonar, myndlistarmanns, sem nefnist Lengi skal manninn reyna, en jóladagatalið er einmitt eftir hann og gefur mynd af fjölbreyttu höfundarverki Þorvaldar,“ segir Aldís. Það eru Felix Bergsson og Gunnar Helgason sem fara með aðalhlutverk og leikstjórn þáttanna. „Við vonum að barnafjölskyldur komi til okkar að fylgjast með þáttunum en sá fyrsti var sýndur 1. desember. Safnið er alltaf lokað á þriðjudögum og þess vegna sýnum við tvo þætti á miðvikudögum. Þá er ókeypis inn í safnið, hvort sem það er á sýningar eða viðburði,“ bætir hún við.
Í Hafnarborg er því hægt að eiga notalega stund, slaka á og skoða myndlist, bækur eða fallegar gjafavörur í safnbúðinni. Gott er að koma inn í rólegheitin eftir að hafa gengið um jólaþorpið og anda að sér jólastemningu utandyra á Strandgötunni í Hafnarfirði. Einnig er boðið upp á kaffi á vinnustofu listamannsins, „Þorvaldsstofu“, sem sett hefur verið upp á annarri hæð safnsins. Er þar hægt að skoða skissur og annað efni frá honum í þeirri kyrrð og næði sem einkenna safnið. Nú stendur yfir sýning á verkum Þorvalds Þorsteinssonar í Hafnarborg en margir hafa lagt leið sína þangað til að berja sýninguna augum.
Auk sýningar Þorvaldar Þorsteinssonar er svo í gangi sýningin Söngfuglar þar sem sjá má ný verk eftir Katrínu Elvarsdóttur. Á dagskránni verða einnig hádegistónleikar með jólablæ 7. desember kl. 12 og síðdegistónar þann 17. desember kl. 18, þar sem gestir geta notið þess að hlusta á jóladjass. „Tónleikar safnsins eru ávallt vel sóttir en þetta er átjánda árið sem við í Hafnarborg erum með hádegistónleika á aðventu. Undanfarið hefur sömuleiðis verið mjög góð aðsókn í safnið og greinilegt að sýningarnar höfða til margra. Til dæmis hafa fjölmargir nemendahópar, jafnt úr grunn- og framhaldsskólum komið í heimsókn. Nú þegar hafa komið 180 nemendur á einum mánuði og við eigum von á rúmlega hundrað í viðbót á næstu tveimur vikum,“ segir Aldís. „Okkur finnst alltaf mjög skemmtilegt að taka á móti þessum áhugasömu hópum.“
Aldís segir að nú sé margt um að vera í Hafnarfirði, bærinn sé fallega skreyttur og jólaþorpið alltaf vinsælt. „Áhugi fólks á bæjarbragnum hér fyrir jólin skilar sér líka til okkar. Hingað koma börn sem eru að taka þátt í jólaratleik og svo er alltaf áhugi á vörum sem við erum með í sölu á aðventunni. Þar má sérstaklega nefna Kærleikskúluna og Jólaóróann sem við seljum fyrir Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra. Einnig erum við ávallt með vandaðar listaverkabækur og nýju Hafnarfjarðarveggspjöldin frá Hjarta Reykjavíkur eru væntanleg í sölu. Þá erum við búin að skreyta fallega fyrir hátíðina, þannig að umhverfið er orðið jólalegt hjá okkur.“
Aðgangur að tónleikum, sýningum og viðburðum þeim tengdum er ókeypis og allir hjartanlega velkomnir í Hafnarborg, Strandgötu 34. Opið alla daga, nema þriðjudaga, kl. 12-17.
Kynning birtist í Fréttablaðinu 4. desember 2021
Sundlaugamenning Íslands hefur verið formlega skráð sem óáþreifanlegur menningararfur mannkyns hjá UNESCO.
Fimmta Jólaþorpshelgin verður hlaðin kræsingum og gleði. Fjöldi skemmtiatriða og svo margt sem má upplifa í firðinum okkar fagra.
Tvöföld Reykjanesbraut milli Krýsuvíkurvegar og Hvassahrauns opnaði formlega síðdegis í gær. Bæjarstjóri Hafnarfjarðarbæjar fagnaði því í Haukaheimilinu um leið og…
Tólf starfsmenn hlutu 25 ára starfsaldursviðurkenningu í gærdag. Samanlagður starfsaldur þessa flotta hóps er 300 ár. Aðeins konur prýddu fagran…
„Til hamingju með 25 ára afmælið,“ sagði Valdimar Víðisson bæjarstjóri þegar hann flutti ávarp á fræðsludegi og afmælisfögnuðu PMTO hugmyndafræðinnar…
All verk ehf. byggir búsetuskjarna með sólarhringsþjónustu við Smyrlahraun 41A. Húsnæðið verður tilbúið um mitt ár 2027.
Nú skína jólaljósin skært. Jólabærinn Hafnarfjörður hvetur Hafnfirðinga og vini Hafnarfjarðar til þess að senda ábendingu um þau hús, þær…
Allt er að smella hjá Mæðrastyrksnefnd Hafnarfjarðar sem úthlutar á morgun mat og gjöfum til um 300 hafnfirskra einstæðinga og…
Sóli Hólm hefur aldrei sýnt oftar í Bæjarbíói en fyrir þessi jól. Alls 41 sýning og sú síðasta á Þorláksmessu.…
„Hafnarfjarðarkortið er lykillinn að Hafnarfirði,“ segir Þóra Hrund Guðbrandsdóttir, framkvæmdastjóri Markaðsstofu Hafnarfjarðar um þetta glænýja hafnfirska gjafa- og inneignarkort „Þetta…