Nú er sumar í bænum

Fréttir
  • Bæklingurinn Sumar í bænum 2025 er kominn út. Hann hefur verið borinn í hús en má einnig finna á bókasafninu og byggðasafninu, í Hafnarborg, þjónustuverinu og sundlaugunum okkar.

Sumarið í bænum 2025

Ógrynni viðburða eru hér í Hafnarfirði í sumar. Þeir stærstu eru hér:

  • 12. júní er Hafnarfjarðarhlaupiðjúní er þjóðhátíðardagurinn okkar
  • 17. júní er þjóðhátíðardaguinn
  • 13.-18. júní er Víkingahátiðin á Víðistaðatúni
  • 18.-28. júní er Sönghátíðin í Hafnarborg
  • 22. júní er leikhópurinn Lotta í Hellisgerði
  • 22. júní -2. ágúst er tónlistarhátíðin Hjarta Hafnarfjarðar
  • 17. ágúst er Álfahátíð í Hellisgerði
  • 29.-31. ágúst er búninga- og leikjasamkoman Heimar og himingeimar

Alla miðvikudaga í sumar eru menningargöngur. Fjölbreyttar göngur við allra hæfi.

Bæklingurinn Sumar í bænum 2025 hefur nú verið borinn út í Hafnarfirði. Þar eru allir viðburðirnir listaðir upp og allar göngurnar útlistaðar. Þið sem saknið eintaks, eða viljið eitt fyrir vini og vandamenn, getið nálgast það í þjónustuveri, söfnunum okkar; Hafnarborg, byggðasafninu og bókasafninu. Einnig liggja bæklingarnir í sundlaugum bæjarins.

Já, sumarið er tíminn í Hafnarfirði!

Ábendingagátt