Nú hægt að ramba á leikvellinum við Einihlíð

Fréttir

Opni leikvöllurinn á milli Einihlíðar og Bjarmahlíðar í Mosahlíðinni í Setberginu hefur tekið stakkaskiptum. Leikvöllurinn er meðal þeirra sem fá upplyftingu í ár. Allt að fimm vellir af 70 opnum völlum eru endurnýjaðir ár hvert.

70 opnir leikvellir í Hafnarfirði

Nú stendur leikvöllurinn á milli Einihlíðar og Bjarmahlíðar í Mosahlíðinni í Setberginu endurnýjaður og bíður eftir að fá að sinna hlutverki sínu – að skemmta okkur öllum.

Endurbættur. Gömul og lúin leiktæki hafa verið fjarlægð en róla sem er í góðu standi fékk að halda sér og minningarnar lifa með henni.

Hægt að ramba og róla

Lítill kastali með rennibraut prýðir nú svæðið með tveimur litlum klifurveggjum og búð. Einnig var sett gormarambelta sem og nýtt undirlag með gervigrasi og gúmmíhellum undir kastala.

Verkefnið var unnið af verktökum og starfsfólki þjónustumiðstöðvar. Já, þau stóðu sig vel og við njótum afraksturins.

Römbum og rólum í Hafnarfirði!

Ábendingagátt