Nú má skrá sig á sumarnámskeið frístundaheimilanna
Sumarnámskeið eru starfrækt í öllum frístundaheimilum Hafnarfjarðar. Opnað hefur verið fyrir skráningu á þessi skemmtilegu námskeið.
Sumarið er tíminn
Opið er fyrir skráningar á sumarnámskeið á vegum frístundaheimila frá og með 7. apríl 2025.
Búið er að opna fyrir eftirfarandi skráningu:
- Sumarfrístund fyrir 7 – 9 ára við alla grunnskóla
- Miðlæg sumarfrístund fyrir 7 – 9 ára í júlí og ágúst
- SumarKletturinn fyrir börn í 9 – 13 ára með sértæka stuðningsþörf
- Sumarfrístund fyrir 6 ára (útskriftarhópa leikskólanna)
Sumarfrístund fyrir 7-9 ára
Sumarnámskeið eru starfrækt í öllum frístundaheimilum Hafnarfjarðar. Sumarfrístund inniheldur fjölbreytta dagskrá sem samanstendur af skapandi verkefnum, leikjum, hreyfingu, spennandi ferðum, sundferðum og sameiginlegum viðburðum.
Dagskrá getur verið breytileg eftir því hvaða frístundaheimili er valið. Námskeið eru í boði í öllum frístundaheimilum frá 11. júní til 27. júní.
Boðið er uppá miðlæg námskeið í frístundaheimilinunum Hvaleyraskóla og Engidalsskóla frá 30. júní til 18. júlí og hefjast miðlæg námskeið aftur 6. ágúst í Hraunvallaskóla og Víðistaðaskóla.
Sumarfrístund fyrir 6 ára (útskriftarhópar leikskólanna)
Dagana 6. – 22. ágúst er boðið upp á fjölbreytta og uppbyggilega sumarfrístund í öllum frístundaheimilum í Hafnarfirði fyrir börn í útskriftarhóp leikskólanna, 6 ára börn fædd árið 2019.
Námskeiðin eru líkt og hefðbundin sumarnámskeið en mikil áhersla er lögð á útiveru, hreyfingu, hollustu og er sérstaklega lagt upp með að fara í fjölbreytta leiki. Börnin fá tækifæri til að kynnast sínu frístundaheimili og nærumhverfi skólans með það að leiðarljósi að auka öryggi þeirra og vellíðan við upphaf skólagöngu.
Opið er fyrir skráningu í sumarfrístund frá og með 7. apríl. Skráning fer fram hér
Nánari upplýsingar um sumarnámskeið eru hér.
Einnig er hægt að hafa samband við viðkomandi frístundaheimili.
Já, það er líka frábært í frístund á sumrin!