Nú mega útilegutækin hverfa af bílastæðum skólanna

Fréttir

Í sumar, líkt og síðustu tvö sumur, var opið á þann möguleika að leggja hverskyns útilegutækjum sem í virkni hafa verið nú í sumar á bílastæðum við m.a. grunnskóla Hafnarfjarðar og Flensborgarskóla. Nú líður að því að allt skólastarf fari á fullt og starfsfólk skólanna þegar farið að mæta til starfa. Eftirlegutæki eru farin að vera fyrir og eru eigendur tækjanna vinsamlega beðnir um að fjarlægja þau strax þannig að ekki þurfi að grípa til annarra aðgerða.

Í sumar, líkt og síðustu tvö sumur, var opið á þann möguleika að leggja hverskyns útilegutækjum sem í virkni hafa verið nú í sumar á bílastæðum við m.a. grunnskóla Hafnarfjarðar og Flensborgarskóla. Nú líður að því að allt skólastarf fari á fullt og starfsfólk skólanna þegar farið að mæta til starfa. Eftirlegutæki eru farin að vera fyrir og eru eigendur tækjanna vinsamlega beðnir um að fjarlægja þau strax þannig að ekki þurfi að grípa til annarra aðgerða.

Lögreglusamþykkt fyrir Hafnarfjarðarkaupstað

Um ökutæki og umferð segir Lögreglusamþykkt Hafnarfjarðarkaupstaðar að:“…. á almannafæri megi ekki leggja eða setja neitt það sem hindrar umferð. Bannað er að leggja ökutæki á gangstéttum, opnum svæðum, óbyggðum lóðum og stígum. Staða eftirvagna og tengivagna, s.s. hestaflutningavagna, hjólhýsa, tjaldvagna, dráttarkerra, báta og þess háttar tækja sem og húsbíla sem þykja valda óþægindum, óþrifnaði eða hættu er bönnuð á götum og almennum bifreiðastæðum. Umhverfis- og skipulagsþjónustu er heimilt að undangenginni viðvörun, t.d. með álímingarmiða með aðvörunarorðum, að flytja burtu og taka í vörslu ökutæki sem brjóta í bága við 1.–5. mgr. Lögreglusamþykktar, ökutæki sem standa án skráningarnúmera á lóðum við almannafæri, götum og almennum bifreiðastæðum og ökutæki sem skilin eru eftir á opnum svæðum. Tilkynna skal skráðum eiganda og/eða umráðamanni um flutninginn og skal hann bera kostnað vegna flutnings og vörslu ökutækisins.

Ábendingagátt