Ný Bæjarstjórn fundaði í dag

Fréttir

Á fyrsta fundi nýrrar Bæjarstjórnar Hafnarfjarðar sem nú var að ljúka var lagður fram samstarfssáttmáli nýs meirihluta Bæjarstjórnar Hafnarfjarðar 2018 – 2022 og kosið í ráð og nefndir á vegum bæjarins.

Á fyrsta fundi nýrrar Bæjarstjórnar Hafnarfjarðar sem nú var að ljúka var lagður fram samstarfssáttmáli nýs meirihluta Bæjarstjórnar Hafnarfjarðar 2018 – 2022 og kosið í ráð og nefndir á vegum bæjarins.

https://www.hafnarfjordur.ishttps://hafnarfjordur.is/media/baejarstjorn/malefnasamningur-xd-xb-fors2.pdf

Ágúst Bjarni Garðarsson var kjörinn formaður bæjarráðs og Kristinn Andersen forseti bæjarstjórnar. Þá var Rósa Guðbjartsdóttir, fráfarandi formaður bæjarráðs, ráðin bæjarstjóri og kemur hún til starfa á morgun 21. júní.

Bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins og Framsóknar og óháðra hafa gert með sér sáttmála um myndum meirihluta bæjarstjórnar, sem ber yfirskriftina „Bætt þjónusta, betri bær“. Í sáttmálanum kemur fram að áhersla sé lögð „á málefni fjölskyldunnar, eldri borgara og skilvirka þjónustu í þágu íbúa og fyrirtækja.“ 

Rósa Guðbjartsdóttir nýr bæjarstjóri hlakkar til að takast á við þau verkefni sem framundan eru og líst vel á það meirihlutasamstarf sem nú er hafið. „Við sitjum hér í umboði bæjarbúa, markmið okkar eru skýr og við munum hefjast handa strax. Ætlunin er að efla skilvirkni sveitarfélagsins og bæta þjónustuna við bæjarbúa. Við ætlum að gera Hafnarfjörð enn betri.”

Ágúst Bjarni Garðarsson formaður bæjarráðs tekur undir þetta með Rósu og bætir við „Við erum að boða ákveðna framtíðarsýn, hvernig við getum gert góðan bæ enn betri. Þar erum við að leggja áherslu á málefni barnafjölskyldna, eldri borgara og húsnæðismál. Það er meginstefið í þessum málefnasamningi milli flokkanna,“ segir Ágúst Bjarni.

Ábendingagátt