Ný bæjarstjórn tekur við í dag

Fréttir

Ágúst Bjarni Garðarsson verður formaður bæjarráðs og Kristinn Andersen verður forseti bæjarstjórnar og þá verður Rósa Guðbjartsdóttir verður bæjarstjóri

Bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokks og Framsóknar
og óháðra í Hafnarfirði hafa gert með sér samkomulag um meirihlutamyndun í
bæjarstjórn. Samstarfið er byggt á málefnasamningi sem kynntur verður nánar á
fyrsta fundi nýrrar bæjarstjórnar kl 17:00 í dag.

Ágúst Bjarni Garðarsson verður formaður bæjarráðs og
Kristinn Andersen verður forseti bæjarstjórnar og þá verður Rósa
Guðbjartsdóttir oddviti Sjálfstæðismanna og fráfarandi formaður bæjarráðs bæjarstjóri

Í málefnasamningi nýs meirihluta segir meðal annars: 

Meginhlutverk
Hafnarfjarðarbæjar er að veita íbúum og fyrirtækjum þjónustu af margvíslegu
tagi. Áhersla verður lögð á að styrkja enn frekar þennan þátt starfseminnar,
allt frá því að leitað er til bæjarins þar til niðurstaða er fengin. Móttaka
erinda og mála, skilvirk og vönduð úrvinnsla þeirra, þjónustumiðuð leiðbeining
og stuðningur og tímanleg afgreiðsla verður sett í forgang. Horft verður til
þess að nýta gagnvirka upplýsingatækni í þessum tilgangi, en jafnframt er mikilvægt
að besta þjónusta standi öllum til boða, hvort sem hennar sé leitað eftir
rafrænum leiðum eða öðrum hætti. Markmiðið er að veita framúrskarandi þjónustu.

Til þess að ná fram þeim
markmiðum sem meirihluti nýkjörinnar bæjarstjórnar hefur sett sér verður hafist
handa við að greina leiðir og gera tillögur um breytingar í verklagi og
stjórnsýslu. Mikilvægt er að stjórnsýsla bæjarins fylgi eftir og geti stutt við
áframhaldandi þróun rekstrar og fjármálastjórnar og þeim auknu áherslum settar
verða á þjónustu og skilvirkni.

Ábendingagátt