Ný bæjarvefsjá tekin í notkun hjá Hafnarfjarðarbæ

Fréttir

Hafnarfjarðarbær leggur mikla áherslu á stafræna þjónustu og miðlun fyrir íbúa bæjarins og aðra hagsmunaaðila. Sem lið í því ferli hefur bæjarvefsjáin og landupplýsingakerfið Granni verið tekið í notkun. Á miðlægu og opnu svæði Granna er hægt að sækja hafsjó af upplýsingum varðandi skipulagsmál, starfsemi og þjónustu bæjarins.

Rafræn upplýsingamiðlun fyrir alla hagsmunaaðila

Hafnarfjarðarbær leggur mikla áherslu á stafræna þjónustu og miðlun fyrir íbúa bæjarins og aðra hagsmunaaðila. Sem lið í því ferli hefur bæjarvefsjáin og landupplýsingakerfið Granni verið tekið í notkun. EFLA verkfræðistofa sér um rekstur Granna og hefur síðustu mánuði unnið að nýrri og stórendurbættri bæjarvefsjá sem nú hefur litið dagsins ljós. Á miðlægu og opnu svæði Granna er hægt að sækja hafsjó af upplýsingum varðandi skipulagsmál, starfsemi og þjónustu bæjarins.

Opna Granna – bæjarvefsjá fyrir Hafnarfjörð: https://hafnarfjordur.granni.is

Ljosaberg38Info

Rafræn upplýsingamiðlun

Með Granna – bæjarvefsjá er hægt að nálgast margvísleg gögn eins og teikningar húsa og lóða í bænum, deiliskipulag, hverfamörk, skólahverfi og minja- og verndarsvæði. Einnig hægt að finna upplýsingar um ákveðna grunnþjónustu bæjarins eins og staðsetningu skóla, stofnana, leikvalla, sundlauga og grenndargáma. Þá er einnig hægt að skoða skipulag vatnsveitu, hita- og fráveitu ásamt lagnaleiðum. Einnig eru uppdrættir frá byggingarfulltrúa settir í vefsjána um leið og þeir eru samþykktir og því fljótt aðgengilegir með einföldum hætti.

„Hér er um að ræða ánægjulegt skref í stafrænni vegferð okkar. Við erum hvergi nærri hætt og höldum áfram að þróa og móta Granna í góðu samstarfi við EFLU og notendur. Við höfum þegar tekið mikið af upplýsingum sem legið hafa í fylgiskjölum á okkar vef og gert þær upplýsingar meira lifandi í nýrri vefsjá. Markmiðið til framtíðar er að Granni verði rauntímaveita og að allar nauðsynlegar teikningar og helstu upplýsingar verði hýstar í bæjarvefsjánni“ segir Sigurjón Ólafsson, sviðsstjóri þjónustu- og þróunarsviðs og einn þeirra sem setið hefur í starfshópi verkefnisins.

Granni_undirskrift2019Hópur starfsmanna hjá EFLU og Hafnarfjarðarbæ hefur komið að þróun og framkvæmd þessa verkefnis. Hér má sjá hluta af hópnum, t.v. þá Atla Frey Friðbjörnsson og Þorstein Helga Steinarsson hjá EFLU, Rósu Guðbjartsdóttur bæjarstjóra fyrir miðju og t.h. Sigurjón Ólafsson sviðsstjóra þjónustu- og þróunarsviðs og Árdísi Ármannsdóttur samskiptastjóra. 

Notendavænn og miðlægur gagnagrunnur

Granni 2020 er landupplýsingakerfi og kortavefsjá frá EFLU fyrir sveitarfélög, stofnanir og fyrirtæki þar sem unnt er að miðla margvíslegum upplýsingum um byggingar, skipulag og rekstur. Vefsjáin er uppfærð daglega og tekur ætíð mið af nýjustu upplýsingum. 

Ábendingagátt