Kynntu þér göngu- og hjólaleiðir, fjölbreytt íþróttastarf eða sundlaugar bæjarins en frítt er í sund fyrir 18 ára og yngri.
Börn og ungmenni hafa aðgang að góðri menntun, frístund og fjölbreyttum tómstundum.
Praktískar upplýsingar um strætó, sorphirðu, götuhreinsanir, umferð, dýrahald og fleira.
Hafnarfjarðarbær reynir að tryggja fjárhagslegt og félagslegt öryggi allra íbúa. Kynntu þér hvaða aðstoð er í boði.
Hér er að finna upplýsingar um úrræði fyrir börn og fjölskyldur á vegum Hafnarfjarðarbæjar
Þjónustuverið sinnir margvíslegri þjónustu og upplýsingagjöf fyrir íbúa, fyrirtæki og ferðamenn í Hafnarfirði.
Í Hafnarfirði er menningarhúsið Bæjarbíó, ýmis söfn og reglulegir viðburðir á dagskrá.
Hægt er að gista á hótelum, gistiheimilum eða fjölskylduvænu tjaldsvæði.
Í Hafnarfirði eru margir möguleikar til að létta lundina með útivist og hreyfingu.
Skoðaðu hvaða spennandi viðburðir eru fram undan eða skráðu nýjan.
Hlæðu með álfum og víkingum í menningu bæjarins.
Frá hugmynd að húsi. Allar upplýsingar sem tengjast því að byggja mannvirki.
Skoðaðu teikningar af húsum, lausar lóðir, vatns- eða hitafráveitur, staðsetningar grenndargáma, bekkja, leikvalla og margt fleira.
Upplýsingar um allar lóðir sem eru lausar til úthlutunar.
Kynntu þér hvaða skipulagsmál eru á döfinni í bænum.
Leitaðu eftir starfsfólki eða starfi hjá bænum.
Bæjarstjórn Hafnarfjarðar er skipuð 11 bæjarfulltrúum. Bæjarstjórnarfundir eru öllum opnir og sendir út í beinni útsendingu.
Skoðaðu fundargerðir allra ráða og nefnda bæjarins.
Skoðaðu opið bókhald bæjarins, húsnæðisstefnu og gögn um vefinn á einfaldan og myndrænan máta.
Hér má finna gjaldskrár bæjarins fyrir margs konar þjónustur sem boðið er upp á.
Kynntu þér stjórnskipulag Hafnarfjarðar, ráð og nefndir málaflokka og stefnur þeirra.
Vertu með á nótunum og fylgstu með fréttum, tilkynningum og auglýsingum um starfsemi bæjarins.
Ný dagþjálfunardeild með sérhæfð rými fyrir heilabilaða var opnuð á Sólvangi í Hafnarfirði í sumar. Áhersla hefur verið lögð á það síðustu mánuði og ár að byggja upp öfluga og góða öldrunarþjónustu á Sólvangi og greiða þannig aðgang eldri borgara að fyrirbyggjandi þjónustu og stuðningi á einum og sama staðnum.
Ný dagþjálfunardeild með sérhæfð rými fyrir heilabilaða var opnuð á Sólvangi í Hafnarfirði í sumar. Áhersla hefur verið lögð á það síðustu mánuði og ár að byggja upp öfluga og góða öldrunarþjónustu á Sólvangi og greiða þannig aðgang eldri borgara að fyrirbyggjandi þjónustu og stuðningi á einum og sama staðnum. Ný dagþjálfunardeild tekur í dag á móti tólf einstaklingum en til skoðunar er að fjölga rýmunum. Bæjarstjóri heimsótti þjónustunotendur og starfsfólk á dögunum en samkomutakmarkanir og sóttvarnir hafa staðið í vegi fyrir formlegri opnun deildar. Gestrisni þjónustunotenda var mikil og mættu heimagerðar skreytingar og bakkelsi gestum í samkomusal.
Frá vinstri: Bryndís Guðbrandsdóttir forstöðumaður dag- og heimaþjónustu á Sólvangi, Rósa Guðbjartsdóttir bæjarstjóri Hafnarfjarðar, Inga Eyþórsdóttir framkvæmdastjóri hjúkrunar á Sólvangi, Halla Thoroddsen framkvæmdastjóri Sóltúns öldrunarþjónustu ehf., Vilborg Gunnarsdóttir framkvæmdastjóri Alzheimersamtakanna og Rannveig Einarsdóttir sviðsstjóri fjölskyldu- og barnamálasviðs hjá Hafnarfjarðarbæ.
Gestrisni þjónustunotenda var mikil og mættu heimagerðar skreytingar og bakkelsi gestum í samkomusal.
Markmiðið með nýrri dagþjálfunardeild er að gera einstaklingum með heilabilun kleift að búa sem lengst heima og viðhalda sjálfsbjargargetu eftir fremsta megni. Boðið er meðal annars upp á tómstundaiðkun, heilsueflingu, máltíðir og hvíldaraðstöðu. Aðstaðan er á fyrstu hæð í eldri byggingu Sólvangs en húsnæðið var nýverið fallega endurnýjað af sveitarfélaginu. Dagþjálfunardeildin er rekin af Sóltúni öldrunarþjónustu ehf í samstarfi við sveitarfélagið og eru Alzheimersamtökin faglegur bakhjarl starfseminnar. Á fyrstu hæðinni er einnig rekstur almennra dagdvalarrýma fyrir eldri borgara.
Lagt er upp með að hafa alla aðstöðu á Sólvangi hlýlega og fallega. Hér má sjá mötuneytið á fyrstu hæðinni.
Betri stofan býður upp á hlýlega og góða aðstöðu til hvíldar og lesturs.
Framkvæmdir og endurbætur standa yfir á efri hæðum gamla Sólvangs sem byggja á samkomulagi heilbrigðisráðuneytis og Hafnarfjarðarbæjar. Þar stendur til að koma á fót nýrri tegund sérhæfðrar þjónustu fyrir aldraða. Í húsinu eru ráðgerð rými til skammtíma- og hvíldarinnlagna fyrir 39 einstaklinga, eða í heild um 250 einstaklinga á ári, þar sem veitt verður létt endurhæfing og lagt mat á frekari stuðningsþarfir viðkomandi. Undirliggjandi markmið er að efla getu fólks til að búa lengur heima. Þjónustunni er ætlað að létta álagi af Landspítala, auka stuðning við aðstandendur og síðast en ekki síst að bæta lífsgæði þeirra eldri borgara sem þjónustunnar njóta og gera þeim betur kleift að búa lengur heima en ella. Einnig er stefnt að opnun 11 nýrra hjúkrunarrýma á 2. hæð hússins á árinu 2022 og verða þá 71 hjúkrunarrými og 39 skammtímarými á Sólvangi.
Bæjarstjórn og starfsfólk Hafnarfjarðarbæjar sendir íbúum og gestum heilsubæjarins Hafnarfjarðar hugheilar hátíðarkveðjur með hjartans þökk fyrir samstarf og samveru á…
Ég vil þakka kæru samstarfsfólki og ykkur bæjarbúum fyrir samstarfið og samveruna, traustið og hlýjuna á liðnum árum. Ég óska…
Hér má sjá hvernær sundlaugarnar okkar, bókasafnið, byggðasafnið, þjónustuver og Hafnarborg eru opnar yfir hátíðarnar. Einnig má hér finna hagnýtar…
Síðasta Jólaþorps-helgin er nú hafin. Fjölmargt að sjá og gera. Yndislegt er að stækka enn upplifunina með því að kíkja…
Ný skammtímadvöl fyrir fötluð börn, sem tók til starfa í Hafnarfirði í haust, var formlega opnuð í vikunni þegar starfsfólk…
Rósa Guðbjartsdóttir sat sinn síðasta bæjarstjórnarfund sem bæjarstjóri á miðvikudag. Ráðningasamningur við nýjan bæjarstjóra var undirritaður á fundinum. Rósu voru…
Hátt í sjötíu voru samankomin í undirgöngunum við Hörðuvelli á föstudagseftirmiðdag þegar Byggðasafn Hafnarfjarðar opnaði sýninguna sína Köldu ljósin. Sýningin…
Gleði, eftirvænting, friður, minningar og endurfundir eru hugtök sem eiga við dæmigerð íslensk jól, ritar Arnór Bjarki Blomsterberg, sóknarprestur í…
Söfn og stofnanir bæjarins verða opin á eftirfarandi dögum og tímum yfir hátíðarnar. Löng útlán á DVD myndum gilda á…
Bestu stundirnar um jólin leynast oft í stundlaugum bæjarins. Sundlaugar Hafnarfjarðar verða opnar um jól og áramót sem hér segir.