Ný dagþjálfunardeild fyrir heilabilaða

Fréttir

Ný dagþjálfunardeild með sérhæfð rými fyrir heilabilaða var opnuð á Sólvangi í Hafnarfirði í sumar. Áhersla hefur verið lögð á það síðustu mánuði og ár að byggja upp öfluga og góða öldrunarþjónustu á Sólvangi og greiða þannig aðgang eldri borgara að fyrirbyggjandi þjónustu og stuðningi á einum og sama staðnum. 

Sólvangur
er orðinn miðstöð öldrunarþjónustu í Hafnarfirði

Ný dagþjálfunardeild með sérhæfð rými fyrir heilabilaða var
opnuð á Sólvangi í Hafnarfirði í sumar. Áhersla hefur verið lögð á það síðustu
mánuði og ár að byggja upp öfluga og góða öldrunarþjónustu á Sólvangi og greiða
þannig aðgang eldri borgara að fyrirbyggjandi þjónustu og stuðningi á einum og
sama staðnum. Ný dagþjálfunardeild tekur í dag á móti tólf einstaklingum en til
skoðunar er að fjölga rýmunum. Bæjarstjóri heimsótti
þjónustunotendur og starfsfólk á dögunum en samkomutakmarkanir og sóttvarnir
hafa staðið í vegi fyrir formlegri opnun deildar. Gestrisni þjónustunotenda var mikil og mættu heimagerðar skreytingar og bakkelsi gestum í samkomusal.

IMG_1557Frá vinstri: Bryndís Guðbrandsdóttir forstöðumaður dag- og heimaþjónustu á Sólvangi, Rósa Guðbjartsdóttir bæjarstjóri Hafnarfjarðar, Inga Eyþórsdóttir framkvæmdastjóri hjúkrunar á Sólvangi, Halla Thoroddsen framkvæmdastjóri Sóltúns öldrunarþjónustu ehf., Vilborg Gunnarsdóttir framkvæmdastjóri Alzheimersamtakanna og Rannveig Einarsdóttir sviðsstjóri fjölskyldu- og barnamálasviðs hjá Hafnarfjarðarbæ. 

IMG_1495

Gestrisni þjónustunotenda var mikil og mættu heimagerðar skreytingar og bakkelsi gestum í samkomusal.

Markmiðið að viðhalda sjálfsbjargargetu sem lengst

Markmiðið með nýrri dagþjálfunardeild er að gera
einstaklingum með heilabilun kleift að búa sem lengst heima og viðhalda
sjálfsbjargargetu eftir fremsta megni. Boðið er meðal annars upp á
tómstundaiðkun, heilsueflingu, máltíðir og hvíldaraðstöðu. Aðstaðan er á fyrstu
hæð í eldri byggingu Sólvangs en húsnæðið var nýverið fallega endurnýjað af
sveitarfélaginu. Dagþjálfunardeildin er rekin af Sóltúni öldrunarþjónustu ehf í
samstarfi við sveitarfélagið og eru Alzheimersamtökin faglegur bakhjarl
starfseminnar. Á fyrstu hæðinni er einnig rekstur almennra dagdvalarrýma fyrir
eldri borgara.

IMG_1520Lagt er upp með að hafa alla aðstöðu á Sólvangi hlýlega og fallega.  Hér má sjá mötuneytið á fyrstu hæðinni. 

IMG_1525Betri stofan býður upp á hlýlega og góða aðstöðu til hvíldar og lesturs. 

Nýsköpun í öldrunarþjónustu

Framkvæmdir og endurbætur standa yfir á efri hæðum gamla
Sólvangs sem byggja á samkomulagi heilbrigðisráðuneytis og Hafnarfjarðarbæjar.
Þar stendur til að koma á fót nýrri tegund sérhæfðrar þjónustu fyrir aldraða. Í
húsinu eru ráðgerð rými til skammtíma- og hvíldarinnlagna fyrir 39
einstaklinga, eða í heild um 250 einstaklinga á ári, þar sem veitt verður létt
endurhæfing og lagt mat á frekari stuðningsþarfir viðkomandi. Undirliggjandi markmið er að efla getu fólks
til að búa lengur heima. Þjónustunni er ætlað að létta álagi af Landspítala,
auka stuðning við aðstandendur og síðast en ekki síst að bæta lífsgæði þeirra
eldri borgara sem þjónustunnar njóta og gera þeim betur kleift að búa lengur
heima en ella. Einnig er stefnt að opnun 11 nýrra hjúkrunarrýma á 2. hæð
hússins á árinu 2022 og verða þá 71 hjúkrunarrými og 39 skammtímarými á
Sólvangi.   

Eldri fréttir

Ábendingagátt