Kynntu þér göngu- og hjólaleiðir, fjölbreytt íþróttastarf eða sundlaugar bæjarins en frítt er í sund fyrir 18 ára og yngri.
Börn og ungmenni hafa aðgang að góðri menntun, frístund og fjölbreyttum tómstundum.
Praktískar upplýsingar um strætó, sorphirðu, götuhreinsanir, umferð, dýrahald og fleira.
Hafnarfjarðarbær reynir að tryggja fjárhagslegt og félagslegt öryggi allra íbúa. Kynntu þér hvaða aðstoð er í boði.
Hér er að finna upplýsingar um úrræði fyrir börn og fjölskyldur á vegum Hafnarfjarðarbæjar
Þjónustuverið sinnir margvíslegri þjónustu og upplýsingagjöf fyrir íbúa, fyrirtæki og ferðamenn í Hafnarfirði.
Í Hafnarfirði er menningarhúsið Bæjarbíó, ýmis söfn og reglulegir viðburðir á dagskrá.
Hægt er að gista á hótelum, gistiheimilum eða fjölskylduvænu tjaldsvæði.
Í Hafnarfirði eru margir möguleikar til að létta lundina með útivist og hreyfingu.
Skoðaðu hvaða spennandi viðburðir eru fram undan eða skráðu nýjan.
Hlæðu með álfum og víkingum í menningu bæjarins.
Frá hugmynd að húsi. Allar upplýsingar sem tengjast því að byggja mannvirki.
Skoðaðu teikningar af húsum, lausar lóðir, vatns- eða hitafráveitur, staðsetningar grenndargáma, bekkja, leikvalla og margt fleira.
Upplýsingar um allar lóðir sem eru lausar til úthlutunar.
Kynntu þér hvaða skipulagsmál eru á döfinni í bænum.
Leitaðu eftir starfsfólki eða starfi hjá bænum.
Bæjarstjórn Hafnarfjarðar er skipuð 11 bæjarfulltrúum. Bæjarstjórnarfundir eru öllum opnir og sendir út í beinni útsendingu.
Skoðaðu fundargerðir allra ráða og nefnda bæjarins.
Skoðaðu opið bókhald bæjarins, húsnæðisstefnu og gögn um vefinn á einfaldan og myndrænan máta.
Hér má finna gjaldskrár bæjarins fyrir margs konar þjónustur sem boðið er upp á.
Kynntu þér stjórnskipulag Hafnarfjarðar, ráð og nefndir málaflokka og stefnur þeirra.
Vertu með á nótunum og fylgstu með fréttum, tilkynningum og auglýsingum um starfsemi bæjarins.
Bæjarráð samþykkti á fundi sínum í morgun skipulag fjölbýlishúsalóða í Skarðshlíð, fyrir þriggja til fimm hæða fjöleignarhús og að óskað verði eftir tilboðum í þær. Nýtt deiliskipulag gerir ráð fyrir 26 fjöleignarhúsum með 231 íbúð, meðal annars hentugum íbúðum fyrir barnafjölskyldur.
Bæjarráð, í umboði bæjarstjórnar, samþykkti á fundi sínum í morgun, skipulag lóða í Skarðshlíð, fyrir þriggja til fimm hæða fjölbýlishús og að óskað verði eftir tilboðum í þær. Nýtt deiliskipulag gerir ráð fyrir 26 fjöleignarhúsum með 231 íbúð, meðal annars hentugum íbúðum fyrir barnafjölskyldur. Þar af er gert ráð fyrir að Alþýðusamband Íslands fái lóð fyrir 32 leiguíbúðir.
Eitt glæsilegasta byggingarland höfuðborgarsvæðisins
Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkti á fundi sínum í júní að auglýsa tillögur að breytingu á aðalskipulagi Hafnarfjarðar 2013-2025 hvað varðar ákveðið svæði í Skarðshlíðarhverfi. Engar athugasemdir bárust og voru breytingar á skipulagi afgreiddar í dag hjá bæjarráði. Breyting felur í sér að hluti svæðisins, samfélagsþjónusta, breytist í íbúðasvæði og sá hluti sem ætlaður var heilsugæslu, hjúkrunarheimili, skóla og leikskóla, verður skóli og leikskóli. Svæðið sem breytingin nær til er austan Hádegisskarðs milli Hraunskarðs og Apalskarðs. Samhliða var auglýst breyting á deiliskipulagi Skarðshlíðarhverfis sem felur í sér að svæði fyrir íbúðabyggð er stækkað inn á svæði ætlað samfélagsþjónustu, byggð ætluð fjölbýlishúsum stækkuð og fyrirkomulagi þeirra og skilmálum breytt. Við endurskoðun á skipulagi og í hönnun og uppbyggingu á svæðinu var áhersla lögð á heildræna sýn, vistvænt skipulag, grænt yfirbragð og fjölbreytt útisvæði.
„Miklar breytingar hafa átt sér stað síðastliðin ár hvað varðar uppbyggingu úthverfa. Breytingar í efnahagsmálum og samfélagsbreytingar hafa verið að kalla á endurhugsun í byggðaþróun með tilheyrandi breytingum á skipulagi innan sveitarfélaga. Íbúum á Völlum í Hafnarfirði hefur fjölgað mikið hin síðustu ár sem segir mikið um vinsældir svæðisins. Stutt er í alla þjónustu, aðgengi greitt og náttúruperlur rétt handan við hornið. Mikil fólksfjölgun kallar á uppbyggingu og viljum við með þessum skipulagsbreytingum á Skarðshlíðarsvæði stækka til muna það svæði sem ætlað er fyrir íbúðir og opna þannig á framtíðarbúsetu í fallegu hverfi fyrir fleiri fjölskyldur og einstaklinga“ segir Haraldur L. Haraldsson, bæjarstjóri Hafnarfjarðarbæjar.
Fjölbýlishúsalóðir verða þungamiðja hverfisins
Skarðshlíðarhverfi er um 30 ha að stærð og liggur það upp að hlíðinni sunnan og vestan í Ásfjalli. Hlíðin hallar mót suðri og er því skjól fyrir norðan- og austanáttum. Á næstunni, eftir að nýsamþykkt skipulag hefur verið birt formlega, verður auglýst eftir tilboðum í allt að sjö fjölbýlishúsalóðir á svæðinu. Annað svæði ofar í hlíðinni er í hönnunar- og skipulagsferli en það er ætlað einbýlis-, par- og raðhúsum. Í hönnun Skarðshlíðarhverfisins í heild er leitast við að hafa sjálfbæra þróun og vistvænt skipulag að leiðarljósi og skapa þannig eftirsóknarvert búsetuumhverfi. Fjölbýlishúsin verða þungamiðja hverfisins og mun byggðin svo greinast upp í hlíðina með rað- og parhúsum neðst en einbýlishúsum ofar þar sem landhalli er meiri.
Á Völlunum búa í dag í kringum 5.500 einstaklingar sem flestir eru á aldrinum 21-40 ára.
Hér má sjá hvernær sundlaugarnar okkar, bókasafnið og Hafnarborg yfir hátíðarnar. Einnig finna upplýsingar um sorphirðu.
Síðasta Jólaþorps-helgin er nú hafin. Fjölmargt að sjá og gera. Yndislegt er að stækka enn upplifunina með því að kíkja…
Ný skammtímadvöl fyrir fötluð börn, sem tók til starfa í Hafnarfirði í haust, var formlega opnuð í vikunni þegar starfsfólk…
Rósa Guðbjartsdóttir sat sinn síðasta bæjarstjórnarfund sem bæjarstjóri á miðvikudag. Ráðningasamningur við nýjan bæjarstjóra var undirritaður á fundinum. Rósu voru…
Hátt í sjötíu voru samankomin í undirgöngunum við Hörðuvelli á föstudagseftirmiðdag þegar Byggðasafn Hafnarfjarðar opnaði sýninguna sína Köldu ljósin. Sýningin…
Gleði, eftirvænting, friður, minningar og endurfundir eru hugtök sem eiga við dæmigerð íslensk jól, ritar Arnór Bjarki Blomsterberg, sóknarprestur í…
Söfn og stofnanir bæjarins verða opin á eftirfarandi dögum og tímum yfir hátíðarnar. Löng útlán á DVD myndum gilda á…
Bestu stundirnar um jólin leynast oft í stundlaugum bæjarins. Sundlaugar Hafnarfjarðar verða opnar um jól og áramót sem hér segir.
„Við systkinin erum öll orðin svo gott sem fullorðin og tvö komin á fertugsaldur, en öll viljum við hvergi annars…
Nýr sex deilda leikskóli verður tekinn í notkun í Hamranesi á árinu 2025 sem og nýtt knatthús að Ásvöllum og…