Kynntu þér göngu- og hjólaleiðir, fjölbreytt íþróttastarf eða sundlaugar bæjarins en frítt er í sund fyrir 18 ára og yngri.
Börn og ungmenni hafa aðgang að góðri menntun, frístund og fjölbreyttum tómstundum.
Praktískar upplýsingar um strætó, sorphirðu, götuhreinsanir, umferð, dýrahald og fleira.
Hafnarfjarðarbær reynir að tryggja fjárhagslegt og félagslegt öryggi allra íbúa. Kynntu þér hvaða aðstoð er í boði.
Hér er að finna upplýsingar um úrræði fyrir börn og fjölskyldur á vegum Hafnarfjarðarbæjar
Þjónustuverið sinnir margvíslegri þjónustu og upplýsingagjöf fyrir íbúa, fyrirtæki og ferðamenn í Hafnarfirði.
Í Hafnarfirði er menningarhúsið Bæjarbíó, ýmis söfn og reglulegir viðburðir á dagskrá.
Hægt er að gista á hótelum, gistiheimilum eða fjölskylduvænu tjaldsvæði.
Í Hafnarfirði eru margir möguleikar til að létta lundina með útivist og hreyfingu.
Skoðaðu hvaða spennandi viðburðir eru fram undan eða skráðu nýjan.
Hlæðu með álfum og víkingum í menningu bæjarins.
Frá hugmynd að húsi. Allar upplýsingar sem tengjast því að byggja mannvirki.
Skoðaðu teikningar af húsum, lausar lóðir, vatns- eða hitafráveitur, staðsetningar grenndargáma, bekkja, leikvalla og margt fleira.
Upplýsingar um allar lóðir sem eru lausar til úthlutunar.
Kynntu þér hvaða skipulagsmál eru á döfinni í bænum.
Leitaðu eftir starfsfólki eða starfi hjá bænum.
Bæjarstjórn Hafnarfjarðar er skipuð 11 bæjarfulltrúum. Bæjarstjórnarfundir eru öllum opnir og sendir út í beinni útsendingu.
Skoðaðu fundargerðir allra ráða og nefnda bæjarins.
Skoðaðu opið bókhald bæjarins, húsnæðisstefnu og gögn um vefinn á einfaldan og myndrænan máta.
Hér má finna gjaldskrár bæjarins fyrir margs konar þjónustur sem boðið er upp á.
Kynntu þér stjórnskipulag Hafnarfjarðar, ráð og nefndir málaflokka og stefnur þeirra.
Vertu með á nótunum og fylgstu með fréttum, tilkynningum og auglýsingum um starfsemi bæjarins.
Á fundi bæjarráðs í morgun voru lögð fram drög að stofnsamþykktum íbúarekins leigufélags í bænum sem hefur það að markmiði að lækka leiguverð, draga úr yfirbyggingu og auka aðkomu og þátttöku íbúanna sjálfra. Að mati bæjarstjóra Hafnarfjarðarbæjar er hér um að ræða stórt framfaraskref innan sveitarfélagsins. Hvatinn að verkefninu er að bregðast við þörf á öruggu leiguhúsnæði á viðráðanlegu verði. Bæjarráð hefur falið bæjarstjóra að vinna áfram að málinu.
Í ljósi ástands og aðstæðna á íbúðamarkaði í dag og mikillar eftirspurnar eftir húsnæði í Hafnarfirði telur sveitarfélagið að allar forsendur séu til staðar til þess að leigjendur sjálfir komi að rekstri og utanumhaldi um leigu á almennum íbúðum. Hugmyndin er að leigjendurnir sjálfir verði aðilar að sjálfseignarstofnun um félagið sem á og rekur íbúðirnar. Gert er ráð fyrir að félagið fái stofnframlag frá sveitarfélagi og Íbúðalánasjóði sem nemur samtals 30% af byggingakostnaði, sveitarfélagið með 12% og Íbúðalánasjóður 18%. Leiga á svo að standa undir afborgunum og vöxtum af láni sem áætlast um 70% af byggingakostnaði, daglegum rekstri og gjaldi í viðhaldssjóð sem á að standa undir eðlilegu viðhaldi og nauðsynlegum endurbótum á íbúðum í eigu félagsins. Sveitarfélagið mun ekki koma að rekstri félagsins með beinum hætti heldur mun stjórn þess verða í höndum leigutaka sem skipa fulltrúaráð og stjórn í samræmi við samþykktir félagsins. Ef allt gengur eftir má gera ráð fyrir að leiguverð verði nokkuð lægra en almennt gerist í dag. Verklok framkvæmda er áætluð í lok árs 2018.
Fyrirhugað að nýtt félag reisi og leigi út íbúðir
Samkvæmt lögum er Íbúðalánasjóði og sveitarfélögum heimilt að veita stofnframlög til byggingar og kaupa á almennum íbúðum til að stuðla að því að í boði verði leiguíbúðir á viðráðanlegu verði fyrir þá sem þurfa á því að halda. Samkvæmt fyrirliggjandi tillögum er gert ráð fyrir að félaginu verði úthlutað tveimur lóðum fyrir samtals átta íbúðir, fjórum í hvoru húsi. Fyrirhugað er að félagið reisi og leigi út íbúðirnar. Er hér um að ræða viðbót við samstarfsverkefni ASÍ og Hafnarfjarðarbæjar um uppbyggingu 150 leiguíbúða á fjögurra ára tímabili og hefur Bjarg íbúðarfélag hses. þegar fengið úthlutað lóð undir fjölbýlishús í Hafnarfirði undir það verkefni. „Við viljum finna leiðir til að bæta húsnæðisöryggi fjölskyldna og einstaklinga. Með stofnun á Skarðshlíð íbúðarfélagi hses. aukum við aðgengi að öruggu húsnæði og bjóðum húsnæðiskost sem er í samræmi við raunverulega greiðslugetu leigjenda. Hinn almenni leigjandi ræður einfaldlega ekki orðið við leigu dagsins í dag. Við viljum með þessu búa til fyrirmynd húsnæðisfélags hér í Hafnarfirði og vonumst til þess að þetta verði einstaklingum og fjölskyldum hvatning til að taka höndum saman og fleiri félög verði stofnuð í framhaldinu“ segir Haraldur L. Haraldsson, bæjarstjóri Hafnarfjarðarbæjar. Bráðabirgðaútreikningar gera ráð fyrir að leiguverð á hvern fermetra verði um kr. 1.600.- og leiguverð fyrir 90 fermetra íbúð gæti því verið um kr. 144.000- á mánuði. Miðað er við að kostnaður vegna byggingar nemi kr. 360.000.- á fermetra.
Bærinn annast úthlutun íbúða
Gert er ráð fyrir að Hafnarfjarðarbær auglýsi opinberlega eftir leigjendum og mun íbúðum verða úthlutað til leigjenda sem eru undir ákveðnum tekju- og eignamörkum eins og þau eru skilgreind í lögum um almennar íbúðir. Til að tryggja í framtíðinni að leiguréttur verði ekki söluvara þarf að skila honum inn til bæjarins í lok leigutíma. Leigjendur hafa forleigurétt að stærri eða minni íbúðum innan félagsins. Með þeirri tilhögun að sveitarfélagið sjái um úthlutun er tryggt að íbúðum verði úthlutað á grundvelli málefnalegra sjónarmiða og að einstaka leigjendur geti ekki sjálfir framselt úthlutuðum verðmætum leigurétti.
Hafnarfjarðarbær vekur athygli á því að flugeldarusl á ekki heima í sorptunnum heimila. En við erum heppin, því sérstakir gámar…
Bæjarstjórn og starfsfólk Hafnarfjarðarbæjar sendir íbúum og gestum heilsubæjarins Hafnarfjarðar hugheilar hátíðarkveðjur með hjartans þökk fyrir samstarf og samveru á…
Ég vil þakka kæru samstarfsfólki og ykkur bæjarbúum fyrir samstarfið og samveruna, traustið og hlýjuna á liðnum árum. Ég óska…
Hér má sjá hvernær sundlaugarnar okkar, bókasafnið, byggðasafnið, þjónustuver og Hafnarborg eru opnar yfir hátíðarnar. Einnig má hér finna hagnýtar…
Síðasta Jólaþorps-helgin er nú hafin. Fjölmargt að sjá og gera. Yndislegt er að stækka enn upplifunina með því að kíkja…
Ný skammtímadvöl fyrir fötluð börn, sem tók til starfa í Hafnarfirði í haust, var formlega opnuð í vikunni þegar starfsfólk…
Rósa Guðbjartsdóttir sat sinn síðasta bæjarstjórnarfund sem bæjarstjóri á miðvikudag. Ráðningasamningur við nýjan bæjarstjóra var undirritaður á fundinum. Rósu voru…
Hátt í sjötíu voru samankomin í undirgöngunum við Hörðuvelli á föstudagseftirmiðdag þegar Byggðasafn Hafnarfjarðar opnaði sýninguna sína Köldu ljósin. Sýningin…
Gleði, eftirvænting, friður, minningar og endurfundir eru hugtök sem eiga við dæmigerð íslensk jól, ritar Arnór Bjarki Blomsterberg, sóknarprestur í…
Söfn og stofnanir bæjarins verða opin á eftirfarandi dögum og tímum yfir hátíðarnar. Löng útlán á DVD myndum gilda á…