Ný stöð í Ásvallalaug

Fréttir

Hafnarfjarðarbær og RFC. ehf. (Reebok Fitness) hafa samið um opnun á nýrri líkamsræktarstöð í Ásvallalaug næsta haust.  

Reebok Fitness ætlar að höfða til breiðs hóps í nýrri starfsstöð sinni í Ásvallalaug og gefa viðskiptavinum færi á að nýta einnig þau fjölmörgu tækifæri sem laugin hefur upp á að bjóða.   

Hafnarfjarðarbær og RFC. ehf. (Reebok Fitness) hafa samið um opnun á nýrri líkamsræktarstöð í Ásvallalaug næsta haust. Haraldur Haraldsson, bæjarstjóri Hafnarfjarðarbæjar og Guðmundur Ágúst Pétursson, forstjóri Reebok Fitness, skrifuðu á dögunum undir leigusamning til fimm ára.

Reebok Fitness ætlar að höfða til breiðs hóps í nýrri starfsstöð sinni í Ásvallalaug og gefa viðskiptavinum færi á að nýta einnig þau fjölmörgu
tækifæri sem Ásvallalaug hefur upp á að bjóða.

Um Reebok Fitness

Reebok Fitness býður upp á þrjár glæsilegar líkamsræktarstöðvar, í Holtagörðum, í Urðarhvarfi og nú um nokkurt skeið einnig á Tjarnarvöllum í Hafnarfirði.  Auk þess að vera með stóra og fullbúna tækjasali og flotta æfingaaðstöðu eru í boði vinsælir hóptímar og það í sölum hönnuðum til að fullnægja ströngustu kröfum hvað varðar búnað, æfingatæki, hljóðkerfi og loftræstingu. 

Við bjóðum Reebok Fitness velkomin í nýja aðstöðu.

Ábendingagátt