Kynntu þér göngu- og hjólaleiðir, fjölbreytt íþróttastarf eða sundlaugar bæjarins en frítt er í sund fyrir 18 ára og yngri.
Börn og ungmenni hafa aðgang að góðri menntun, frístund og fjölbreyttum tómstundum.
Praktískar upplýsingar um strætó, sorphirðu, götuhreinsanir, umferð, dýrahald og fleira.
Hafnarfjarðarbær reynir að tryggja fjárhagslegt og félagslegt öryggi allra íbúa. Kynntu þér hvaða aðstoð er í boði.
Hér er að finna upplýsingar um úrræði fyrir börn og fjölskyldur á vegum Hafnarfjarðarbæjar
Þjónustuverið sinnir margvíslegri þjónustu og upplýsingagjöf fyrir íbúa, fyrirtæki og ferðamenn í Hafnarfirði.
Í Hafnarfirði er menningarhúsið Bæjarbíó, ýmis söfn og reglulegir viðburðir á dagskrá.
Hægt er að gista á hótelum, gistiheimilum eða fjölskylduvænu tjaldsvæði.
Í Hafnarfirði eru margir möguleikar til að létta lundina með útivist og hreyfingu.
Skoðaðu hvaða spennandi viðburðir eru fram undan eða skráðu nýjan.
Hlæðu með álfum og víkingum í menningu bæjarins.
Frá hugmynd að húsi. Allar upplýsingar sem tengjast því að byggja mannvirki.
Skoðaðu teikningar af húsum, lausar lóðir, vatns- eða hitafráveitur, staðsetningar grenndargáma, bekkja, leikvalla og margt fleira.
Upplýsingar um allar lóðir sem eru lausar til úthlutunar.
Kynntu þér hvaða skipulagsmál eru á döfinni í bænum.
Leitaðu eftir starfsfólki eða starfi hjá bænum.
Bæjarstjórn Hafnarfjarðar er skipuð 11 bæjarfulltrúum. Bæjarstjórnarfundir eru öllum opnir og sendir út í beinni útsendingu.
Skoðaðu fundargerðir allra ráða og nefnda bæjarins.
Skoðaðu opið bókhald bæjarins, húsnæðisstefnu og gögn um vefinn á einfaldan og myndrænan máta.
Hér má finna gjaldskrár bæjarins fyrir margs konar þjónustur sem boðið er upp á.
Kynntu þér stjórnskipulag Hafnarfjarðar, ráð og nefndir málaflokka og stefnur þeirra.
Vertu með á nótunum og fylgstu með fréttum, tilkynningum og auglýsingum um starfsemi bæjarins.
Ný skammtímadvöl fyrir fötluð börn, sem tók til starfa í Hafnarfirði í haust, var formlega opnuð í vikunni þegar starfsfólk og hópurinn sem lét hugmyndina verða að veruleika komu saman. Fyrstu börnin komu í aðlögun strax í september og er þegar komin góð reynsla á dvölina.
„Þessi nýja skammtímadvöl hér í Svöluhrauni er þörf viðót við þau úrræði sem þegar eru til staðar. Það er því óhætt að segja að stundin sé stór fyrir samfélagið okkar og öll þau sem starfa við og brenna fyrir því verkefni að tryggja velferð barna okkar og þeirra sem mest þurfa á stuðningi að halda,“ sagði Sigurður Nordal, sviðstjóri stjórnsýslu og staðgengill bæjarstjóra þegar nýja skammtímadvölin að Svöluhrauni var formlega opnuð í vikunni.
Sigurður mætti í stað Rósu sem jafnaði sig eftir aðgerð á hönd eftir að hafa tvíbrotnað í hálkuslysi. Rósa mætti svo í dag færandi hendi og fagnaði áfanganum með starfsfólki.
Guðrún Halldórsdóttir forstöðumaður og Rósa Guðbjartsdóttir bæjarstjóri.
Fjögur börn eru í skammtímadvölinni hverju sinni og er dvalartími þeirra breytilegur og í takti við þarfir. Skammtímadvölin að Svöluhrauni veitir einstaklingum með langvarandi stuðningsþarfir tækifæri til að fá umönnun og stuðning í öruggu og hlýlegu umhverfi. Dvölin getur bæði verið reglubundin eða aðeins á ákveðnu tímabili.
Þannig getur dvalartíminn verið breytilegur eftir aðstæðum hvers og eins. Oft frá nokkrum sólarhringum upp í mánuði. Með tilkomu þessarar nýju skammtímadvalar er unnt að bjóða upp á meiri sveigjanleika og stuðning en áður fyrir fjölskyldur fatlaðra barna.
Guðrún Halldórsdóttir veitir skammtímadvölinni forstöðu, en hún hefur víðtæka og langa reynslu af störfum með fötluðu fólki.
„Í skammtímadvölinni á Svöluhrauni bjóðum við upp á hvíld og afþreyingu, aðstoð og leiðbeiningar við athafnir daglegs lífs. Með þjónustunni er verið að létta álagi af fjölskyldum fatlaðra barna og fá börnin tilbreytingu og tækifæri til að njóta sín á stað utan síns heimilis,“ segir hún.
Þessi nýja þjónusta er mikilvæg viðbót við þau úrræði sem þegar eru til staðar. Nefna má skammtímadvöl í Hnotubergi en hún er fyrir fullorðið fatlað fólk sem enn býr í foreldrahúsum.
Hafnfirðingar hafa einnig haft aðgang að skammtímadvölinni í Móaflöt í Garðabæ fyrir börn og áfangaheimili í Hrauntungu í Kópavogi fyrir fullorðið fatlað fólk sem býr í foreldrahúsum. Ný skammtímadvöl mun gera það að verkum að hægt að koma til móts við þann hóp sem er á biðlista eftir skammtímadvöl.
„Skammtímadvölin að Svöluhrauni er meira en bara úrræði – hún er heimili þar sem börn geta fengið tímabundna hvíld og afþreyingu utan síns eigins heimilis í öruggu og hlýju umhverfi,“ sagði Sigurður við opnuna.
„Þar spilið þið starfsfólk stærsta hlutverkið. Fyrir ástvini og fjölskyldur veitir þjónustan aukinn sveigjanleika og nauðsynlega hvíld, þar sem öðruvísi álag og ábyrgð geta fylgt því að eiga fatlað barn með langvarandi stuðningsþarfir. Við eigum og viljum taka vel utan um þessi heimili og fjölskyldur þannig að allir fái tækifæri til að njóta sín,“ sagði hann.
„Við sem sveitarfélag erum stolt af því að bjóða upp á þessa þjónustu í okkar nærumhverfi.“ Með tilkomu og þróun skammtímadvalarinnar væri raunverulegri þörf svarað.
„Nú eiga okkar íbúar, sem á þurfa að halda, kost á að njóta þjónustunnar í bænum sínum, hér heima í Hafnarfirði.“
Síðasta Jólaþorps-helgin er nú hafin. Fjölmargt að sjá og gera. Yndislegt er að stækka enn upplifunina með því að kíkja…
Rósa Guðbjartsdóttir sat sinn síðasta bæjarstjórnarfund sem bæjarstjóri á miðvikudag. Ráðningasamningur við nýjan bæjarstjóra var undirritaður á fundinum. Rósu voru…
Hátt í sjötíu voru samankomin í undirgöngunum við Hörðuvelli á föstudagseftirmiðdag þegar Byggðasafn Hafnarfjarðar opnaði sýninguna sína Köldu ljósin. Sýningin…
Gleði, eftirvænting, friður, minningar og endurfundir eru hugtök sem eiga við dæmigerð íslensk jól, ritar Arnór Bjarki Blomsterberg, sóknarprestur í…
Söfn og stofnanir bæjarins verða opin á eftirfarandi dögum og tímum yfir hátíðarnar. Löng útlán á DVD myndum gilda á…
Bestu stundirnar um jólin leynast oft í stundlaugum bæjarins. Sundlaugar Hafnarfjarðar verða opnar um jól og áramót sem hér segir.
„Við systkinin erum öll orðin svo gott sem fullorðin og tvö komin á fertugsaldur, en öll viljum við hvergi annars…
Nýr sex deilda leikskóli verður tekinn í notkun í Hamranesi á árinu 2025 sem og nýtt knatthús að Ásvöllum og…
Hvað er betra en að kynnast sögunni á hlaupum? Nú eru aðeins tveir dagar í Kaldárhlaupið, 10 km hlaup í…
Sjósundsunnendur geta kvatt gamla árið og fagnað nýju á nýstárlegan hátt þetta árið. Sauna-klefi verður við Langeyrarmalir á gamlárs- og…