Ný stefna í skólamáltíðum

Fréttir

Með nýjum matseðlum er megináherslan á að tryggja börnum aðgengi að grænmeti og ávöxtum, grófu kornmeti, fiski og annarri hollri fæðu.

Þetta skólaár hefur verið í undirbúningi ný næringarstefna
fyrir leikskólana í Hafnarfirði. Það var svo þann 1. mars sem farið var að
vinna alfarið eftir sameiginlegum matseðlum sem ná yfir 8 vikna tímabil. Er
þetta unnið í samvinnu við Samtök Heilsuleikskóla. Matseðlarnir eru
næringarútreiknaðir og eru þeir margir hverjir margreyndir m.a. af matráðum í
leikskólunum.

Með nýjum matseðlum er megináherslan á að tryggja börnum
aðgengi að grænmeti og ávöxtum, grófu kornmeti, fiski og annarri hollri fæðu.
Sérstök áhersla hefur verið lögð á að lágmarka salt og sykur og er boðið upp á
lýsi sem mikilvægan D- vítamíngjafa í fæðu barnanna.

Eitt af því mikilvægasta svo að börnum geti liðið sem best í
amstri dagsins er að tryggja þeim holla og næringarríkrar fæðu. það gerum við
með því að leggja grunn að heilsusamlegri fæðu, sameinast um að  börnin tileinki sér góðar matarvenjur, og neyti
fjölbreyttrar og hollrar fæðu.

Hafnarfjörður er heilsueflandi samfélag og ýtir þessi stefna
enn frekar undir þau markmið. Einnig stuðlar hún að því að matarinnkaup verða
markvissari og minnkandi matarsóun.

Ábendingagátt