Ný sumaropnun í Suðurbæjarlaug

Fréttir

Frá og með deginum í dag geta íbúar og gestir í Hafnarfirði notið sín í sundi í Suðurbæjarlaug til kl. 22. Sumaropnun Suðurbæjarlaugar hefur tekið gildi og mun vera í gildi til og með 13. ágúst. Suðurbæjarlaug verður opin til kl. 22 alla virka daga og til kl. 21 á sunnudögum. Óbreyttur opnunartími verður á laugardögum.

Frá og með deginum í
dag geta íbúar og gestir í Hafnarfirði notið sín í sundi í Suðurbæjarlaug til
kl. 22. Sumaropnun Suðurbæjarlaugar hefur tekið gildi og mun vera í gildi til
og með 13. ágúst. Suðurbæjarlaug verður opin til kl. 22 alla virka daga og til
kl. 21 á sunnudögum. Óbreyttur opnunartími verður á laugardögum.

Nýr opnunartími í Suðurbæjarlaug Hafnarfjarðar tekur gildi í
dag. Frá deginum í dag, til og með 13.ágúst verður laugin opin frá kl. 6:30 – 22
á virkum dögum, 8-18 á laugardögum og 8-21 á sunnudögum. Undantekning verður um
verslunarmannahelgina þegar laugin lokar kl. 17 sunnudaginn  6.ágúst en verður opin frá kl. 8-21 á frídegi
verslunarmanna. Er hér um að ræða lið í tillögum íþrótta- og tómstundanefndar
Hafnarfjarðar til fræðsluráðs Hafnarfjarðarbæjar að auknum opnunartíma í
sundlaugum Hafnarfjarðar. Tillögur ráðsins ná líka til rauðra daga og voru
sundlaugar Hafnarfjarðar nú í ár opnar á bæði Páskadag og Hvítasunnudag. Mjög góð
aðsókn var í laugarnar þessa rauðu daga og er gert ráð fyrir að aukin
sumaropnun leggist einnig vel í mannskapinn. Aukið aðgengi að sundlaugum er á
meðal þess sem lögð er áhersla á í nýlegri Heilsustefnu Hafnarfjarðar og
aðgerðaráætlun hennar.

Sjá samþykkt bæjarstjórnar Hafnarfjarðar hér – liður 8

Allar upplýsingar um sundlaugar Hafnarfjarðar er að finna
HÉR

Ábendingagátt