Ný upplifun og þjónusta í glerhúsum á Thorsplani

Fréttir

Glöggir gestir tóku eftir þeirri nýjung á Thorsplani á opnunarhelgi Jólaþorpsins í Hafnarfirði um nýliðna helgi að sett hefur verið upp glerhús við jaðar Thorsplans og inngang í Jólaþorpið frá Strandgötunni. Glerhúsið eru nýjung í Jólaþorpinu og hugsað sem vettvangur fyrir vörukynningar, þjónustu og upplifun í opnu og lokuðu sýningarrými. Annað glerhús hefur risið í vikunni og er það hugsað sem skjól fyrir gesti og gangandi.

Vettvangur fyrir vörukynningar, þjónustu, sýningarrými og slökun

Glöggir gestir tóku eftir þeirri nýjung á Thorsplani á opnunarhelgi Jólaþorpsins í Hafnarfirði um nýliðna helgi að sett hefur verið upp glerhús við jaðar Thorsplans og inngang í Jólaþorpið frá Strandgötunni. Glerhúsið eru nýjung í Jólaþorpinu og hugsað sem vettvangur fyrir vörukynningar, þjónustu og upplifun í opnu og lokuðu sýningarrými. Annað glerhús hefur risið í vikunni og er það hugsað sem skjól fyrir gesti og gangandi.

Klipping, sulta, fuglaútskurður og jólaskreytingar

Glerhúsin á Thorsplani er nýjung í framboði og úrvali fallegu jólahúsanna á Thorsplani og munu ólíkir aðilar bjóða upp á alls konar gómstætt, skapandi og skemmtilegt í öðru þeirra á opnunartíma Jólaþorpsins allar helgar fram að jólum. Þannig buðu strákarnir í Studio 22O upp á pop-up klippingu síðastliðinn laugardag og á sunnudag fór Helvítis Kokkurinn á kostum með eldpiparsulturnar sínar og bauð upp á hálfmána sem fylltir voru með sultunum. Um næstu helgi verður glerhúsið sýningarrými undir annars vegar fuglatálgun og hins vegar jólaskreytingar. Rúnar Ástvaldsson hjá Bird.is verður að handtálga íslenska fugla í tré á laugardag og bjóða til sölu. Á sunnudag munu mæðgurnar í Blómabúðinni Burkna, þær Gyða og Brynhildur, sýna nokkur dæmi um fallegar jólaskreytingar sem henta bæði sem inni- og útiskraut á aðventunni. Hafnarborg býður upp á fjöltyngda listasmiðju á laugardag kl. 13 þar sem arabísk leturtákn verða innblástur fyrir listræna sköpun undir leiðsögn líbönsku listakonunnar Yöru Zein. Guðrún Árný stýrir jólasamsöng á Thorsplani kl. 16 á sunnudag og Sorgartré Sorgarmiðstöðvar tendrað í Hellisgerði um kl. 18. Litla Álfabúðin í Hellisgerði er opin allar aðventuhelgarnar frá kl. 12-17 en þar er hægt að versla fallegt handverk og hönnun og gæða sér á álfakakói og piparkökum.

Ljósmyndir: Ólafur Hannesson

Jólaþorpið er opið allar helgar fram að jólum

Jólaþorpið er opið allar helgar á aðventunni; föstudaga frá kl. 17-20, laugardaga og sunnudaga frá kl. 13-18 til jóla. Í Jólaþorpinu iðar allt af lífi og fjöri og fagurlega skreyttu hafnfirsku jólahúsin bjóða upp á spennandi gjafavöru, sælkerakrásir, handverk og hönnun innan um mild jólaljós, ljúfa tóna og blómstrandi menningu.

Facebooksíða Jólaþorpsins í Hafnarfirði 

Allt um jólabæinn Hafnarfjörð

Ábendingagátt