Ný verkefni sem efla ungmenni í viðkvæmri stöðu

Fréttir

Mennta- og barnamálaráðherra ákvað í vor að styðja fjárhagslega við þau sveitarfélög sem hyggjast auka við frístundarstarf fyrir börn og unglinga í viðkvæmri stöðu í sumar vegna áhrifa heimsfaraldurs.  Hafnarfjarðarbær fékk úthlutað sem nemur 11,7 milljónum króna og verður upphæðinni varið í tólf spennandi verkefni sumarið 2022. 

Fjárframlag til að efla virkni, vellíðan og félagsfærni barna í viðkvæmri stöðu í sumar

Mennta- og barnamálaráðherra ákvað í vor að styðja fjárhagslega við þau sveitarfélög sem hyggjast auka við frístundarstarf fyrir börn og unglinga í viðkvæmri stöðu í sumar vegna áhrifa heimsfaraldurs.  Hafnarfjarðarbær fékk úthlutað sem nemur 11,7 milljónum króna og verður upphæðinni varið í tólf spennandi verkefni sumarið 2022.  

Tilkynning á vef Sambands íslenskra sveitarfélaga 

Tólf ný virkniverkefni hjá Hafnarfjarðarbæ sumarið 2022

Starfsfólk Hafnarfjarðarbæjar hrindir af stað tólf nýjum virkniverkefnum sumarið 2022 fyrir tilstuðlan viðspyrnaraðgerða stjórnvalda í kjölfar heimsfaraldurs. Verkefnin eru fjölbreytt og til þess fallin að efla þátttöku 12-16 ára ungmenna í félagsstarfi, samveru, skemmtun, námi og vinnu. Verkefni Hafnarfjarðarbæjar eru eftirfarandi:

  1. Liðveisla og viðbótarstuðningur fyrir börn og ungmenni hjá barnavernd
  2. Efling liðveislu fatlaðra ungmenna sem hafa verið í einangrun á tímum Covid 
  3. Sumaropnun í hinssegin hittingum 
  4. Hópastarf jaðarhópa í samstarfi við Músik og mótor
  5. Sumaropnun í félagsmiðstöðvum 
  6.  Aukið framboð tómstunda fyrir 12 ára jarðarhópa
  7. Leitarstarf og stuðningur við 13-16 ára tengt þátttöku í vinnuskóla  
  8. Sérstakt hópastarf og eftirfylgni í Vinnuskóla Hafnarfjarðar
  9. Spunanámskeið 
  10. Börn á flótta og hópastarf í vinnuskóla 
  11. Fjölgreinanám
  12. Viðbót við skipulagt hópastarf fyrir 12-16 ára fötluð ungmenni 

Heimsfaraldur hefur haft mikil áhrif 

Ljóst  er  að  heimsfaraldur COVID-19  hefur  haft  mikil  áhrif  á  líf  flestra  barna  og fjölskyldna hér á landi en ákveðnir hópar barna hafa þó orðið fyrir meiri áhrifum en aðrir. Það er mikilvægur hluti viðspyrnu eftir samkomutakmarkanir að tryggja aukinn stuðning við börn í viðkvæmri stöðu og bregðast þannig sérstaklega við aðstæðum þeirra. Tekin var ákvörðun um að styðja fjárhagslega við sveitarfélög í þeim tilgangi að efla frístundastarf barna í viðkvæmri stöðu. Um er að ræða framhald fyrri aðgerða þegar sambærilegur styrkur var veittur sveitarfélögum sumrin 2020 og 2021. Heildarfjárhæð verkefnisins sumarið 2022 nemur 130 milljónum króna og er fjármagninu skipt milli sveitarfélaga á grundvelli fyrirliggjandi upplýsinga frá Hagstofu Íslands um fjölda barna á aldrinum 12 til 16 ára í hverju sveitarfélagi í janúar 2022.

Viðbótarverkefni sem miða að því að virkja 12-16 ára með fjölbreyttum leiðum 

Líkt og árin 2020 og 2021 eru sveitarfélög hvött til að horfa sérstaklega til viðbótarverkefna sem miða að því að virkja hóp 12 til 16 ára barna með fjölbreyttum úrræðum og áhersla lögð á að ná til þeirra hópa sem hvað síst sækja hefðbundið frístundastarf. Líkur eru á að aldurshópurinn 12-16 ára sé í hvað minnstri virkni yfir sumartímann og í aukinni áhættu hvað varðar til dæmis áhættuhegðun og kvíða.

Ábendingagátt