Nýir grenndargámar

Fréttir

Þessa daganna er verið að skipta út eldri gámum á grenndarstöðvum bæjarins í samvinnu við önnur sveitarfélög á höfuðborgarsvæðinu og Sorpu. 

Í Hafnarfirði eru grenndargámar á sjö stöðum. 

Þessa dagana er verið að skipta út eldri gámum á
grenndarstöðvum bæjarins í samvinnu við önnur sveitarfélög á höfuðborgarsvæðinu
og Sorpu. Á grenndarstöðvum eru gámar fyrir pappír, plast og gler auk fatagáma frá RKÍ og flöskugáma frá Skátunum á einhverjum þeirra. Í febrúar 2016 hófst söfnun glers á 37 grenndarstöðvum á höfuðborgarsvæðinu. 

Í Hafnarfirði eru grenndargámar á sjö stöðum.  Staðirnir í Hafnarfirði eru eftirfarandi:

  • Hólshraun/Fjarðarkaup
  • Miðvangur / Samkaup
  • Fjarðargata / Fjörður
  • Melabraut v/10-11
  • Tjarnartorg v/Bónus
  • Staðarberg v/10-11
  • Sólvangur

Nánari upplýsingar um grenndargáma á heimasíðu Sorpu

Ábendingagátt