Yfirlýsing samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra vegna Reykjanesbrautar

Fréttir

Í nýrri frumdragaskýrslu Vegagerðarinnar og Mannvits er komist að þeirri niðurstöðu að hagkvæmast sé að breikka Reykjanesbraut, frá gatnamótum við Krýsuvík að Hvassahrauni, í núverandi vegstæði. Sú leið einfaldi fyrri útfærslur en kalli jafnframt á breytt aðalskipulag. 

Í nýrri frumdragaskýrslu Vegagerðarinnar og Mannvits er komist að þeirri niðurstöðu að hagkvæmast sé að breikka Reykjanesbraut, frá gatnamótum við Krýsuvík að Hvassahrauni, í núverandi vegstæði. Sú leið einfaldi fyrri útfærslur en kalli jafnframt á breytt aðalskipulag. Fyrri útfærslur hafi meðal annars gert ráð fyrir að færa veglínu Reykjanesbrautar vegna skipulagsmála og hugmynda um mögulega stækkun álvers á svæðinu.

Undanfarið hefur samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, Sigurður Ingi Jóhannsson, átt fundi og samtöl við fulltrúa Vegagerðarinnar, Hafnarfjarðarbæjar og Álversins í Straumsvík með það fyrir augum að láta alla hlutaðeigandi aðila vinna málið út frá nýjum forsendum sem nú liggja fyrir. Náist farsæl lending verður hægt að flýta framkvæmdum við Reykjanesbrautina frá gatnamótum við Krýsuvík að Hvassahrauni og ljúka þeim á fyrsta tímabili samgönguáætlunarinnar en ekki öðru tímabili eins og áður var gert ráð fyrir.

Framkvæmdir ódýrari og hefjast fyrr
Gangi undirbúningur vel miðað við nýjar forsendur má búast við því að hægt verði að hefja framkvæmdir árið 2022 en ekki 2026. Einnig að nýja útfærslan verði talsvert ódýrari en hún er metin á um 2,1 milljarð í stað 3,3 milljarða í fyrri áætlunum.

Frétt var birt á vef Stjórnarráðsins 17. janúar 2020. Mynd er einnig tekin af vef Stjórnarráðsins. 

Ábendingagátt