Nýjar reglur um ferðaþjónustu fatlaðs fólks

Fréttir

Fjölskylduráð Hafnarfjarðar samþykkti á fundi sínum í dag nýjar reglur um ferðaþjónustu fatlaðs fólks.

Fjölskylduráð Hafnarfjarðar samþykkti á fundi sínum í dag nýjar reglur um ferðaþjónustu fatlaðs fólks.

Gjald vegna ferða allt að 60 skiptum í mánuði var ákvarðað hálft almennt fargjald almenningsvagna. Ferðir umfram þann fjölda munu kosta sem nemur almennu strætófargjaldi.

Ekki er sett sérstakt hámark á fjölda ferða í mánuði, að teknu tilliti til umsagnar ráðgjafaráðs fatlaðs fólks í Hafnarfirði, en áfram verður ferðum úthlutað í samræmi við þarfir notenda.

Jafnframt bókaði fjölskylduráðið þungar áhyggjur af hnökrum í yfirfærslu aksturþjónustu til Strætó og mun áfram fylgjast náið með framvindu þess máls.

Ábendingagátt