Nýjar tölur vegna frístundastyrks

Fréttir

Samkvæmt nýlegum tölum, sem lagðar voru fyrir á síðasta fundi íþrótta- og tómstundanefndar, kemur í ljós að meirihluti ungmenna 6-18 ára í Hafnarfirði stundar skipulagðar íþróttir eða tómstundir og nýtir frístundastyrk hjá bænum eða um 69%.

Samkvæmt nýlegum tölum, sem lagðar voru fyrir á síðasta fundi íþrótta- og tómstundanefndar, kemur í ljós að meirihluti ungmenna 6-18 ára í Hafnarfirði stundar skipulagðar íþróttir eða tómstundir og nýtir frístundastyrk hjá bænum eða um 69%. Greina má aukna þátttöku í nánast öllum aldursflokkum miðað við fyrri ár.

FjoldiBarnaEftiryniOgAldri

Fjöldi barna eftir kyni og aldri

Síðustu misseri hefur frístundastyrkur sveitarfélagsins verið hækkaður og hefur heildarstyrkur Hafnarfjarðarbæjar í frístundir barna og ungmenna aldrei verið hærri en nú.  Reglur um notkun frístundastyrks hafa verið rýmkaðar og aldursmörk hækkuð þannig að sem dæmi má nefna að 18 ára gamall bæjarbúi getur nýtt sér styrkinn fyrir líkamsræktarkort. Árið 2015 var frístundastyrkur tengdur við hverja grein, frá og með nóvember 2016 gátu 17 ára einnig fengið frístundastyrk og frá og með janúar 2018 hækkaði aldurinn í 18 ár. Í september 2019 hækkaði styrkurinn úr 4.000.- kr á mánuði í 4.500.- kr.

Sjá fundargerð íþrótta- og tómstundanefndar frá 05.02.2020 – liður 3

Ábendingagátt