Kynntu þér göngu- og hjólaleiðir, fjölbreytt íþróttastarf eða sundlaugar bæjarins en frítt er í sund fyrir 18 ára og yngri.
Börn og ungmenni hafa aðgang að góðri menntun, frístund og fjölbreyttum tómstundum.
Praktískar upplýsingar um strætó, sorphirðu, götuhreinsanir, umferð, dýrahald og fleira.
Hafnarfjarðarbær reynir að tryggja fjárhagslegt og félagslegt öryggi allra íbúa. Kynntu þér hvaða aðstoð er í boði.
Hér er að finna upplýsingar um úrræði fyrir börn og fjölskyldur á vegum Hafnarfjarðarbæjar
Þjónustuverið sinnir margvíslegri þjónustu og upplýsingagjöf fyrir íbúa, fyrirtæki og ferðamenn í Hafnarfirði.
Í Hafnarfirði er menningarhúsið Bæjarbíó, ýmis söfn og reglulegir viðburðir á dagskrá.
Hægt er að gista á hótelum, gistiheimilum eða fjölskylduvænu tjaldsvæði.
Í Hafnarfirði eru margir möguleikar til að létta lundina með útivist og hreyfingu.
Skoðaðu hvaða spennandi viðburðir eru fram undan eða skráðu nýjan.
Hlæðu með álfum og víkingum í menningu bæjarins.
Frá hugmynd að húsi. Allar upplýsingar sem tengjast því að byggja mannvirki.
Skoðaðu teikningar af húsum, lausar lóðir, vatns- eða hitafráveitur, staðsetningar grenndargáma, bekkja, leikvalla og margt fleira.
Upplýsingar um allar lóðir sem eru lausar til úthlutunar.
Kynntu þér hvaða skipulagsmál eru á döfinni í bænum.
Leitaðu eftir starfsfólki eða starfi hjá bænum.
Bæjarstjórn Hafnarfjarðar er skipuð 11 bæjarfulltrúum. Bæjarstjórnarfundir eru öllum opnir og sendir út í beinni útsendingu.
Skoðaðu fundargerðir allra ráða og nefnda bæjarins.
Skoðaðu opið bókhald bæjarins, húsnæðisstefnu og gögn um vefinn á einfaldan og myndrænan máta.
Hér má finna gjaldskrár bæjarins fyrir margs konar þjónustur sem boðið er upp á.
Kynntu þér stjórnskipulag Hafnarfjarðar, ráð og nefndir málaflokka og stefnur þeirra.
Vertu með á nótunum og fylgstu með fréttum, tilkynningum og auglýsingum um starfsemi bæjarins.
Haustið 2019 tekur við nýtt fyrirkomulag á matarþjónustu við nemendur í grunnskólum Hafnarfjarðar. Þannig stendur nemendum til boða hafragrautur í morgunmat þeim að kostnaðarlausu og áskrift að ávöxtum um miðjan morgun samhliða skráningu í hádegisverð.
Haustið 2019 tekur við nýtt fyrirkomulag á matarþjónustu við nemendur í grunnskólum Hafnarfjarðar. Sami þjónustuaðili, Skólamatur ehf, sinnir þjónustunni áfram í sjö grunnskólum bæjarins en einn skóli, Áslandsskóli, annast matarþjónustuna sjálfur.
Í upphafi skóladags stendur hafragrautur með mjólk og kanil nemendum til boða frítt í öllum skólum áður en kennsla hefst (hefst um 10-15 mín. fyrir kennslu). Aðeins þarf að mæta og skrá þátttöku sína á staðnum á hverjum degi svo hægt sé að hafa yfirsýn yfir hve margir þiggja þjónustuna.
Nemendum býðst að gerast áskrifendur að ávöxtum/grænmeti á hverjum skóladegi um miðjan morgun í stað þess að þeir komi með nesti að heiman – en auðvitað er nemendum áfram velkomið að koma með sitt eigið nesti. Ávextirnir eru seldir í mánaðarlegri áskrift hjá Skólamat og um þetta gilda sömu reglur um pöntun og afpöntun líkt og með hádegisverð í áskrift. Ekki er hægt að kaupa ávexti/grænmeti staka daga og því aðeins fyrir alla daga mánaðarins í senn óháð aðstæðum einstakra nemenda. Þannig eru engir frádrættir veittir vegna veikinda, leyfa o.þ.h. sem geta komið upp þar sem um jafnaðargjald er að ræða. Daggjald á ávöxtum/grænmeti er 102.- kr. á hvern nemendadag mánaðarins svo mánaðaráskriftin er aðeins breytileg eftir fjölda skóladaga í mánuði. Miðast við ákveðið magn á nemanda sem hann fær á hverjum degi, yngri nemendur (1.-7. bekk) inn í kennslustofur en eldri nemendur (8.-10. bekk) sækja í matsal í frímínútum.
Pöntun á áskrift er á vef Skólamatar ehf, fyrir foreldra í öðrum skólum en Áslandsskóla.Athugið að velja þarf skóla til að sjá val í hverjum skóla fyrir sig.
Hádegisverður verður í boði líkt og áður með áþekku fyrirkomulagi, þ.e. seld í mataráskrift þar sem hægt er að velja úr fasta vikudaga. Áfram verður um tvo rétti að ræða daglega, meginrétt sem hugsaður er fyrir stærsta hluta hópsins en síðan annar valmöguleiki sem oft snýr að grænmetisáherslu á móti kjöti þegar slíkt er í meginrétti. Verð á máltíðum í mánaðaráskrift er 463.- kr. á dag eftir að niðurgreiðsla bæjarins er komin á máltíðina. Áfram verður hægt að kaupa 10 miða kort sem er þá með hærra verð fyrir einstakar máltíðir en í áskrift.
Pöntun á áskrift er á vef Skólamatar ehf, fyrir foreldra í öðrum skólum en Áslandsskóla. Athugið að velja þarf skóla til að sjá val í hverjum skóla fyrir sig.
Í undirbúningi er einnig að koma á möguleikum annarra nemenda en þeirra sem eru í frístundaheimili eftir hádegi að kaupa sömu síðdegishressingu líkt og nemendur fá í frístundaheimilum. Sú framkvæmd verður kynnt síðar.
Markmið þessara breytinga er að bregðast við nýjum þjóðfélagsaðstæðum þannig að nemandi í grunnskóla geti fengið mat í skóla allan skóladaginn og þurfi ekki að koma með nesti að heiman sé vilji til þess – en eins og áður er öllum velkomið að koma með nesti að heiman líkt og áður. Þetta er gert til að létta á álagi í fjölskyldum en sömuleiðis að gefa öllum nemendum tækifæri til að fá hollan mat og góða næringu allan skóladaginn og þurfi ekki að sækja annað, til dæmis í sjoppur. Þar sem um miklar breytingar er að ræða er ekki ólíklegt að það taki smá tíma að koma öllum þessum verkefnum í heppilegan farveg sem þjónar hverjum nemenda. Starfsmenn þakka fyrirfram sýnda biðlund svo beðið er um biðlund og samstarfsvilja ef það tekur einhvern tíma að koma þessu öllu í góða framkvæmd.
Mynd í forgrunni er í eigu Skólamatar ehf.
Fuglaflensa hefur greinst á höfuðborgarsvæðinu. Heilbrigðiseftirlit sveitarfélagsins hefur samið við Dýraþjónustu Reykjavíkur um að fjarlæga dauða fugla. Meindýraeyðar þurfa staðsetningu…
Drög að nýrri umhverfis- og auðlindastefnu fyrir Hafnarfjörð liggja fyrir. Kallað er eftir þátttöku íbúa í rýni á drögum og…
Ákveðið hefur verið að setja upp tvo nýja ærslabelgi í Hafnarfirði á árinu 2025 á völdum opnum svæðum í bænum…
Alls voru 524 nýjar íbúðir fullbúnar í Hafnarfirði í fyrra. Þær bættust í hóp 11 þúsund íbúða í bæjarfélaginu. Nýjum…
FH, Hafnarfjarðarbær og Íþróttabandalag Hafnarfjarðar (ÍBH) hafa tekið höndum saman og bjóða frá 15. janúar fótboltaæfingar fyrir börn í 1.-10.…
Tafir hafa orðið á sorphirðu nú á nýju ári. Ljóst er að tunnurnar verða tæmdar viku á eftir áætlun. Unnið…
Algjörar skvísur verður sú fimmtánda í haustsýningarröð Hafnarborgar. Verkefnið hefur það að markmiði að gefa breiðu sviði sýningarstjóra kost á…
Alls sátu 100 foreldrar PMTO-foreldrafærninámskeið hjá Hafnarfjarðarbæ í fyrra. Foreldrarnir fá kennslu og eru þjálfaðir í styðjandi leiðum í uppeldishlutverki…
Nýr bæjarstjóri Hafnarfjarðar, Valdimar Víðisson, er með opna viðtalstíma alla þriðjudaga frá kl. 9:30 – 11:30. Viðtalstímar eru bókaðir í…
Hafnarfjarðarbær auglýsir eftir umsóknum um styrki úr húsverndarsjóði Hafnarfjarðar. Hlutverk sjóðsins er að stuðla að varðveislu og viðhaldi eldri húsa…