Nýr ærslabelgur í Áslandi

Fréttir

Fimmti ærslabelgurinn er kominn upp í Hafnarfirði og er óhætt að segja að útsýnið frá nýjasta belgnum sé bæði víðsýnt og afar fagurt. Ærslabelgurinn er staðsettur í Áslandinu, á grasbala fyrir ofan leikskólann Stekkjarás.

Ærslabelgir eru fyrir alla – komdu út að leika!

Fimmti ærslabelgurinn er kominn upp í Hafnarfirði og er óhætt að segja að útsýnið frá nýjasta belgnum sé bæði víðsýnt og afar fagurt. Ærslabelgurinn er staðsettur í Áslandinu, á grasbala fyrir ofan leikskólann Stekkjarás. Fyrstu dagarnir lofa góðu og er belgurinn þegar þétt setinn. Yfir sumartímann eru allir ærslabelgirnir opnir frá kl. 9 – 22 alla daga vikunnar.

Fimmti ærslabelgurinn í Hafnarfirði

Ærslabelgur á Víðistaðatúni var fyrsti belgurinn í Hafnarfirði og var hann opnaður í upphafi sumars 2019. Ærslabelgur á Óla Run túni var opnaður sumarið 2020 og belgur í Setbergi í upphafi sumars 2021. Ærslabelgur á Völlunum var opnaður haustið 2021. Þannig hafa fimm ærslabelgir verið settir upp í Hafnarfirði á fjórum árum og það innan mismunandi hverfa í bænum þannig að sem flest börn á öllum aldri fái tækifæri til að hoppa í sínu heimahverfi. Er fjölgunin í takti við vilja og óskir bæjarbúa.

Ærslabelgir í Hafnarfirði og á öllu Íslandi

Ábendingagátt