Kynntu þér göngu- og hjólaleiðir, fjölbreytt íþróttastarf eða sundlaugar bæjarins en frítt er í sund fyrir 18 ára og yngri.
Börn og ungmenni hafa aðgang að góðri menntun, frístund og fjölbreyttum tómstundum.
Praktískar upplýsingar um strætó, sorphirðu, götuhreinsanir, umferð, dýrahald og fleira.
Hafnarfjarðarbær reynir að tryggja fjárhagslegt og félagslegt öryggi allra íbúa. Kynntu þér hvaða aðstoð er í boði.
Hér er að finna upplýsingar um úrræði fyrir börn og fjölskyldur á vegum Hafnarfjarðarbæjar
Þjónustuverið sinnir margvíslegri þjónustu og upplýsingagjöf fyrir íbúa, fyrirtæki og ferðamenn í Hafnarfirði.
Í Hafnarfirði er menningarhúsið Bæjarbíó, ýmis söfn og reglulegir viðburðir á dagskrá.
Hægt er að gista á hótelum, gistiheimilum eða fjölskylduvænu tjaldsvæði.
Í Hafnarfirði eru margir möguleikar til að létta lundina með útivist og hreyfingu.
Skoðaðu hvaða spennandi viðburðir eru fram undan eða skráðu nýjan.
Hlæðu með álfum og víkingum í menningu bæjarins.
Frá hugmynd að húsi. Allar upplýsingar sem tengjast því að byggja mannvirki.
Skoðaðu teikningar af húsum, lausar lóðir, vatns- eða hitafráveitur, staðsetningar grenndargáma, bekkja, leikvalla og margt fleira.
Upplýsingar um allar lóðir sem eru lausar til úthlutunar.
Kynntu þér hvaða skipulagsmál eru á döfinni í bænum.
Leitaðu eftir starfsfólki eða starfi hjá bænum.
Bæjarstjórn Hafnarfjarðar er skipuð 11 bæjarfulltrúum. Bæjarstjórnarfundir eru öllum opnir og sendir út í beinni útsendingu.
Skoðaðu fundargerðir allra ráða og nefnda bæjarins.
Skoðaðu opið bókhald bæjarins, húsnæðisstefnu og gögn um vefinn á einfaldan og myndrænan máta.
Hér má finna gjaldskrár bæjarins fyrir margs konar þjónustur sem boðið er upp á.
Kynntu þér stjórnskipulag Hafnarfjarðar, ráð og nefndir málaflokka og stefnur þeirra.
Vertu með á nótunum og fylgstu með fréttum, tilkynningum og auglýsingum um starfsemi bæjarins.
Sérstakur barnahnappur hefur verið settur upp á spjaldtölvur nemenda í 5.-10. bekk í grunnskólum Hafnarfjarðarbæjar. Táknið opnar aðgang að síðu þar sem börn og ungmenni geta lýst líðan sinni, áhyggjum eða aðstæðum og óskað eftir aðstoð frá námsráðgjafa skólans eða barnavernd fyrir sig sjálf eða aðra.
Sérstakur barnahnappur hefur verið settur upp á spjaldtölvur nemenda í 5.-10. bekk í grunnskólum Hafnarfjarðarbæjar. Barnahnappurinn opnar aðgang að síðu þar sem börn og ungmenni geta lýst líðan sinni, áhyggjum eða aðstæðum og óskað eftir aðstoð frá námsráðgjafa skólans eða barnavernd fyrir sig sjálf eða aðra. Þegar óskað er eftir aðstoð hefur námsráðgjafi samband við þann sem sendir skilaboðin og fær nánari upplýsingar ásamt því að upplýsa foreldra um hjálparbeiðnina, sé talin ástæða til. Úrvinnsla fer síðan að verkferlum skólans þar sem velferð barnsins er höfð að leiðarljósi. Mikilvægt er að hafa ávallt í huga að öll börn og ungmenni eiga að njóta verndar og umönnunar og skiptir þar mestu að styrkja foreldra og forsjáraðila í uppeldishlutverki sínu.
Hafnarfjarðarbær er að innleiða Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna. Liður í innleiðingarferlinu er að börn hafi tækifæri til að tjá sig um eigin málefni (12. grein Barnasáttmálans). Barnvænt sveitarfélag er verkefni sem styður við innleiðingu Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna í alla stjórnsýslu og starfsemi sveitarfélagsins. Vegferð Hafnarfjarðarbæjar hófst með undirritun á samstarfssamningi við UNICEF á Íslandi í upphafi árs 2019. Innleiðing Barnasáttmálans inn í sveitarfélagið, ásamt heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna, er hluti af heildarstefnu Hafnarfjarðar sem gildir til ársins 2035. Í stefnunni er lögð áhersla á að viðmið Barnasáttmálans séu notuð í þjónustu við börn og ungmenni.
Barnvæn sveitarfélög byggja á fimm grunnþáttum sem allir tengjast réttindum barna, þekking á réttindum barna, því sem barni er fyrir bestu, jafnræði – að horft sé til réttinda barna, þátttöku barna og barnvænni nálgun. Innleiðing Barnasáttmálans felur í sér samþykki sveitarfélagsins til að hafa sáttmálann að leiðarljósi í starfi sínu og að grunnþættirnir fimm gangi sem rauður þráður í gegnum stjórnsýslu og starfsemi sveitarfélaga. Barnvæn sveitarfélög stuðla að virkri þátttöku barna í málefnum sem snerta þau og eiga sveitarfélögin markvisst samráð við börn og ungmenni til að bæta þjónustu sína.
Nýr barnahnappur er dæmi um aðgerð í þeirri vegferð sveitarfélagsins að hljóta viðurkenningu sem barnvænt sveitarfélag UNICEF á Íslandi. Hugmyndin kviknaði á Ungmennaþingi Hafnarfjarðar. Á ungmennaþingi er hafnfirskum börnum og ungmennum gefin sterkari rödd og tækifæri til að koma hugmyndum sínum er varða heimabæinn Hafnarfjörð og þjónustu sveitarfélagsins á framfæri. Á síðasta þingi kom meðal annars skýrt fram að börnum og ungmennum vanti vettvang til að óska eftir aðstoð og eftir frekari skoðun, stöðumat og rýni varð útkoman barnahnappur fyrir öll börn í 5.-10.bekk í Hafnarfirði sem hér er kynntur til sögunnar.
Bæjarstjórn og starfsfólk Hafnarfjarðarbæjar sendir íbúum og gestum heilsubæjarins Hafnarfjarðar hugheilar hátíðarkveðjur með hjartans þökk fyrir samstarf og samveru á…
Ég vil þakka kæru samstarfsfólki og ykkur bæjarbúum fyrir samstarfið og samveruna, traustið og hlýjuna á liðnum árum. Ég óska…
Hér má sjá hvernær sundlaugarnar okkar, bókasafnið, byggðasafnið, þjónustuver og Hafnarborg eru opnar yfir hátíðarnar. Einnig má hér finna hagnýtar…
Síðasta Jólaþorps-helgin er nú hafin. Fjölmargt að sjá og gera. Yndislegt er að stækka enn upplifunina með því að kíkja…
Ný skammtímadvöl fyrir fötluð börn, sem tók til starfa í Hafnarfirði í haust, var formlega opnuð í vikunni þegar starfsfólk…
Rósa Guðbjartsdóttir sat sinn síðasta bæjarstjórnarfund sem bæjarstjóri á miðvikudag. Ráðningasamningur við nýjan bæjarstjóra var undirritaður á fundinum. Rósu voru…
Hátt í sjötíu voru samankomin í undirgöngunum við Hörðuvelli á föstudagseftirmiðdag þegar Byggðasafn Hafnarfjarðar opnaði sýninguna sína Köldu ljósin. Sýningin…
Gleði, eftirvænting, friður, minningar og endurfundir eru hugtök sem eiga við dæmigerð íslensk jól, ritar Arnór Bjarki Blomsterberg, sóknarprestur í…
Söfn og stofnanir bæjarins verða opin á eftirfarandi dögum og tímum yfir hátíðarnar. Löng útlán á DVD myndum gilda á…
Bestu stundirnar um jólin leynast oft í stundlaugum bæjarins. Sundlaugar Hafnarfjarðar verða opnar um jól og áramót sem hér segir.