Nýr Daggæslufulltrúi

Fréttir

Hrund Guðmundsdóttir hefur verið ráðin nýr daggæslufulltrúi á Skólaskrifstofu Hafnarfjarðar og mun hefja störf 1. ágúst nk

Hrund Guðmundsdóttir hefur verið ráðin nýr daggæslufulltrúi á Skólaskrifstofu Hafnarfjarðar og mun hefja störf 1. ágúst nk.  Hrund er er menntuð sem uppeldisfræðingur (pædagog) frá Holstebro Pædagogseminarium í Danmörku og lauk einnig B.Ed. námi frá Kennaraháskóla Íslands. Í júní á síðasta ári útskrifaðist hún frá Háskóla Íslands með meistaragráðu í mannauðsstjórnun.

Hrund hefur víðtæka reynslu af stjórnununarstörfum innan leikskóla.  Hefur m.a. starfað sem deildarstjóri, sérkennslustjóri, aðstoðarleikskólastjóri og leikskólastjóri.  Hún starfar nú sem verkefnastjóri.

Hildur Sigurbjörnsdóttir hefur verið daggæslufulltrúi frá 2002 en hefur verið í leyfi frá síðasta hausti og hefur nú ákveðið að segja því lausu.  Sigurborg Kristjánsdóttir hefur leyst af þetta tæpa ár. 

Um leið og við þökkum Hildi og Sigurborgu fyrir samstarfið bjóðum við Hrund velkomna til starfa.

Ábendingagátt