Nýr deildarstjóri stoðþjónustu

Fréttir

Guðrún Frímannsdóttir hefur verið ráðin deildarstjóri stoðþjónustu hjá fjölskylduþjónustu. Guðrún er félagsráðgjafi að mennt og hefur starfað sem slík mestan hluta starfsævinnar, að undanskildum fimm árum sem dagskrár- og fréttamaður hjá RÚV.

GudrunFrimannsdottir

Guðrún Frímannsdóttir hefur verið ráðin deildarstjóri stoðþjónustu hjá fjölskylduþjónustu. Guðrún er félagsráðgjafi að mennt og hefur starfað sem slík mestan hluta starfsævinnar, að undanskildum fimm árum sem dagskrár- og fréttamaður hjá RÚV. Guðrún hefur verið félagsmálastjóri Fljótsdalshéraðs frá því um mitt ár 2010. Hún var framkvæmdastjóri Barnaverndar Reykjavíkur 2000-2005, verkefnastjóri í velferðarráðuneytinu 2005-2006 auk þess sem hún hefur starfað sjálfstætt sem félagsráðgjafi og leiðsögumaður. Ekki er orðið ljóst hvenær Guðrún kemur til starfa en lögð er áhersla á að það verði eins fljótt og unnt er.

Við bjóðum Guðrúnu velkomna til starfa!

Ábendingagátt