Nýr deildarstjóri þróunar- og tölvudeildar

Fréttir

Eymundur Björnsson hefur verið ráðinn sem deildarstjóri þróunar- og tölvudeildar Hafnarfjarðarbæjar. Eymundur hefur áralanga reynslu af stjórnun upplýsingatækniverkefna m.a. frá Kaupþingi, Íslandsbanka, Össur og nú síðast hjá Advania þar sem hann var tæknistjóri.

Eymundur Björnsson hefur verið ráðinn sem deildarstjóri
þróunar- og tölvudeildar Hafnarfjarðarbæjar. Eymundur hefur áralanga reynslu af
stjórnun upplýsingatækniverkefna m.a. frá Kaupþingi, Íslandsbanka, Össuri og nú
síðast hjá Advania þar sem hann var tæknistjóri. 

EB

Í störfum sínum hjá Advania
var Eymundur m.a. ábyrgðaraðili og tengiliður við Hafnarfjarðarbæ og þekkir
starfsumhverfi sveitarfélagins vel. Eymundur er með BA próf í sálfræði frá
Háskóla Íslands, í kerfisfræði frá Háskólanum í Reykjavík og MSc í fjármálum
fyrirtækja frá sama skóla.

Alls bárust 38 umsóknir um starf deildarstjóra. Eymundur
hefur þegar hafið störf hjá sveitarfélaginu. Við bjóðum Eymund velkominn til starfa!

Ábendingagátt