Nýr forstöðumaður Bókasafns Hafnarfjarðar

Fréttir

Sigrún Guðnadóttir hefur verið ráðin í starf forstöðumanns Bókasafns Hafnarfjarðar. Hún hefur frá árinu 2008 starfað hjá Bókasafni Kópavogs, nú síðast sem útibússtjóri Lindasafns ásamt því að vera staðgengill forstöðumanns Bókasafns Kópavogs. Áður starfaði Sigrún í aðalsafni Borgarbókasafns Reykjavíkur frá 2001 til 2007.

Sigrún Guðnadóttir hefur verið ráðin í starf forstöðumanns Bókasafns Hafnarfjarðar. Hún hefur frá árinu 2008 starfað hjá Bókasafni Kópavogs, nú síðast sem útibússtjóri Lindasafns ásamt því að vera staðgengill forstöðumanns Bókasafns Kópavogs. Áður starfaði Sigrún í aðalsafni Borgarbókasafns Reykjavíkur frá 2001 til 2007.

Sigrún er með BA próf í bókasafns- og upplýsingafræði frá Háskóla Íslands og MA próf í hagnýtri menningarmiðlun frá sama skóla. Hún hefur verið virk í félagsstörfum m.a. í SBU, Stéttarfélagi bókasafns- og upplýsingafræðinga, og er formaður félagsins í dag.

Með komu Sigrúnar fæst mikilvæg reynsla og sterk framtíðarsýn fyrir Bókasafn Hafnarfjarðar sem skipar mikilvægan sess í hugum bæjarbúa. Sigrún hefur störf 1. desember nk.

Við bjóðum Sigrúnu innilega velkomna til starfa! 

Ábendingagátt