Nýr framkvæmdastjóri Markaðsstofu

Fréttir

Thelma Jónsdóttir hefur verið ráðin framkvæmdastjóri Markaðsstofu Hafnarfjarðar og hóf störf þann 1. apríl síðastliðinn. Hún starfaði áður sem rekstrarstjóri fataverkefnis Rauða kross Íslands og markaðs- og kynningarstjóri hjá Endurmenntun Háskóla Íslands.

Thelma Jónsdóttir hefur verið ráðin framkvæmdastjóri Markaðsstofu Hafnarfjarðar og hóf störf þann 1. apríl síðastliðinn. 

ThelmaMsHThelma er með MBA próf frá Háskóla Íslands og meistaragráðu í markaðssamskiptum frá Freie Universität í Berlín. Hún starfaði áður sem rekstrarstjóri fataverkefnis Rauða kross Íslands og markaðs- og kynningarstjóri hjá Endurmenntun Háskóla Íslands. Thelma hefur verið öflug í ýmis konar félagsstarfi undanfarin ár þá einkum hjá FH þar sem hún situr nú í aðalstjórn en var einnig formaður foreldraráðs Flensborgarskólans og sat þá jafnframt í skólanefnd. Thelma er gift Steinbirni Logasyni, grafískum hönnuði og kennara við Áslandsskóla og eiga þau tvo syni, Mána Mar sem leikur meðal annars knattspyrnu með meistaraflokki Hauka og Óttar Una leikmann 4. flokks FH í knattspyrnu. 

Thelma tekur við daglegum rekstri og fjölbreyttum verkefnum sem snúa að eflingu atvinnulífs í Hafnarfirði svo sem skapa samráðsvettvang fyrir núverandi fyrirtæki í bænum og laða að ný fyrirtæki. Markaðsstofan er jafnframt brú á milli atvinnulífs og stjórnsýslu bæjarins. Í dag eru tæplega 100 fyrirtæki í Hafnarfirði aðilar að markaðsstofunni.

Markaðsstofan er opin á þriðjudögum og fimmtudögum frá kl. 10:00 til 14:00 en hægt er að hafa samband með tölvupósti á msh@msh.is eða hringja í síma 840 0464. 

Við bjóðum Thelmu velkomna til starfa! 

Ábendingagátt